Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1936, Side 10
16
MANAÐARBLAÐ K. F. U. M.
fullnæirja. þeirn- skyldum, sem fjelagið og lög
þess gjöra til þeirra. Stjórnin sá a<) við svo
búið má ekki standa ef tilganginum með
starfi þeirra og sambandi við fjelagið á að
verða náð að einhverju. leyti. Iíún ákvað þvi
að skrifa þeim starfsgreinum, sem svo var
ástatt um, og var það g'jört. Sumar starfs-
greinarnar hafa þegar bmtt ráð sitt, aðrar
eru í undirbúningi með það, en um sumar
er ekki vitað til fullnustu enn sem komið er.
En stjórnin mun gjöra sitt ítrasta til að þetta
kornist í svo. gott lag sem unnt er sem allra
fyrst, því auðsætt er að nauðsynlegt er að
aðalfjelagið ha.fi eptirlit með því að starfs-
greinar, sem bera nafn þess, hlýði lögum þess
að minnsta kosti, ef vel á að vera, Og fje-
lagið er litlu bætt með starfsgreinum, sem
eru það að nafninu einu.
Húsnœðismál:
Húsnæðismál fjelagsins hefur enn verið á
dagskrá hjá stjórninni og það optar en einu.
sinni. Það er vita.nlegt að húsnæðio er búió
að vera, mjög ónógt langa lengi, og með a.uknu
starfi og vaknandi lífi, verður það enn þá
ónógra, og stendur í vegi fyrir eölilegum vexii
|>ess, Einkum kemur þetta hart niður á K. F.
U. K., sero hefu.r notað húsnæði vort með oss,
en eðlilega orðið að sitja á hakanum, þar sern
það er leigjandi. Fjárhagsástæður fjelaganna
ha.fa staðið í vegi fyrir því að tekist hafi
að finna viðunandi lausn á þessu. máli fram
að þessu, þó að það hafi mörgum sinnum
vei’ið til urnræðu á fundum stjórnarinnar. Þij
er nú svo komið að fyrir liggur ný lausn á
roálinu, sem líkur eru fyrir að bætt geti úr
brýnni þörf, að minnsta kosti í bráðina og
verði málið leyst á þann hátt, mun það koma
til framkvæmda. á komanda sumri, Er þetta
í undirbúningi sem stendur. Um byggingu á
lóð vorri við Austurstræti getur ekki verið
að ræða uro ófyrirsjáanlegan, tíma, vegna þess
að það kostar rniklu, meira fje en fjelögin
hafa nokkra möguleika til að eignast ekki
sízt eins og nú standa sakir.
Kvöldskólmn:
Kvöldskóli fjelagsins starfar með miklum
blóma og við mikla aðsókn á hverjum vetri
undir forstöðu Sigurðar Skúlasonar, magist-
ers. En vegna húsnæðisvandræða fjelagsins,
þá hefur hann orðið að ve,ra hiálfgerð horn-
reka, og meðal annars af þeim ástæðum mætc
nokkru.m misskilningi samnotenda sinna í
húsinu, en út á við nýtur skólinn mikils álits.
Jafnframt hefur stjórnin reynt a.ð vinna að
því að ha,nn kæmist í það form, sem slíku.r
skóli, rekinn af K, F. U. M., á að vera í, en
hiúsnæð'isskortu.rinn hamlar því meðal ann-
ars. Þetta hefur skólanefnd skólans fundið og
skilið og þessvegna boðið stjórn K. F. U. M.
með brjefi dags. 10. des, f. á. að skólinn legði
eitt.hvað af mörkum til væntanlegrar bygg-
ingar, með það fyrir augum að skólanefndin
fengi að hafa íhlu.tunarrjett um það húsnæði,
sem skólanum yrði væntanlega ætlað ef byggt
yrði. Tók stjórnin þessu boði vel að sjálfsögðu,
en gat ekki tekið neina ákveðna afstöðu til
þess eins og þá stóðu sakir.
Ritgjörð um K. F. JJ. M.
Eins og áður var minnst á fór Magnús
Runólfsson, guðfr. kand. utan að afloknr
guðfræðiprófi, með styrk frá Háskóla Islands,
og kynnti sjer allrækileg-a starf og fyrirkomu-
lag K. F. U. M. erlendis, fekk hann og ofur-
lítinn styrk af síra, Friðriks sjóði í sama
augn-amiði. Þegar heim kom skrifaði hann
allítarlega ritgjörð u,m þetta, efni fyrir Há-
skólann og var sú ritgjörð prentuð roeð leyfi
Háskólans í Árbók Kristilegs Bókmennta-
fjelags síðastliðið ár. Með samkomulagi við
stjórn K. B. F. fjekk stjórn K. F. U. M. sjer-
prentun af ritgjörðinni, sem kostuð var af
fjelagssjóði, í þeim tilgangi að senda hana
fjelags-d.eildum út um land, prestum
landsins og skólastjórum æskulýðsskóla. lands-
ins. Sökum þess að þetta er ítarlegasta ric
um þetta efni, sem til er voru máli, áleit
stjórnin ákjósanlegt að gera þetta og nota