Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1936, Side 12

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1936, Side 12
18 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. námsmeyjar skólans kennslu í fjölbreyttri handavinnu, tvær stunclir vikulega hver deild. Þessir menn hafa á hendi kennslu.na: 1 kristnum fræðum Magnús Runólfsson, cand. theol. 1 íslenzku, ensku og þýzku Sig- urður Skúlason skólastjói'i. I dönsku Gunnar Sigu.rjónsson stud. theol. I reikningi Gísli Jónasson yfirkennari. I bókfærslu Björii Snæbjörnsson bókari. Og' í handavinnu frú Svanfríður Hjartardóttir. í C-deild eru aö- eins kenndir fáeinir tímar í dönsku, cg hefur Sigurðúr Skúlason þá tilsögn á hendi. Kennarar skól.ans b,afa þau ár, sem ég hef veitt honurn forstöðu, sýnt mikla ár- vekni í starfi sínu.. En allir, sem aö skólan- um standa, finna til þess, að húsnæði han.í ei' orðið of lítið og ekki nægilega. íullkomið miðað við aðra skóla og þæ.r kröfur, ■sem nú eru gerðar á þessu sviði. Sérstakleg-a vil ég með þakklæti minnast starfs Magnúsar Runólfssonar á yfirstand- andi skólaári. Hann heíur au.k kristindóms- kennslunnar haft það starf á hendi, að enda kennslustund hverrar deildar með guðsorði og bæn. Raunar er hér ekki um aígerða ný- breytni að ræða, því að reynt hefur verið að viðhafa þennan fagra sið á undanförnum ár- u.m, En þar sem framkvæmdarstjóri vor, síra Friðrik Friðriksson, hefir á undanförn- um vetrum dvalist langdvölum í öðrum byggðarlögum, hefur reynst fu.rðu örðugt að enda hverja kennsl.usti',nd' á þann hátt, sem kvöldskóli K. F. U. M. vill gera, en.da eru. kennarar venjulega orðnir þreyttir, þegar skólanum er lokið á kvöldin, því að allir koma þeir þangað eftir langt dagsverk annarsstao- ar, Þeii- hafa því ekki ajlir treyst sér til að enda tíma sína með þeim hætti, sem nú er getiö. En Magnús Runólfsson, hefir jafn verið hjer til taks og leyst þetta starf af hendi skólanum til biessunar. Þegar ég lít yfir starf undanfarinna ára, á ég vart nema bjartar endurminningar. Tel ég það heillavænlegt bæ vorum og þjóðfélagi, að til skuli vera hér skóli, sem opnar árlega arma sína fyrir um 120 nemendum, sem ann- ars nrandu sennilega fara, á mis við upp- byggUega fræðslu og' jafnvel sumir hverjii' eyða kvöldunum á götum borgarinnar eða í miðu.r geðþel'.kum félagsskap. Stjórn K. F. U. M. á miklar þakkir skyldar fyrir þau fríð- indi, er hún hefir veitt skólanum í húsnæði, ljósi og hita. Og ,sú er von mín, að stjórnin fylgist með hinum hraða vexti skólans og reyni á komandi árum að bæta aðstöðu hans þannig, að aðbúð skólans megi verða fjelagi vofu. til ánægju og sóma, en æskulýð landsins til farsældar, Virðingarfylfst Reykjavík 26/3 1936. Sigurðwr Skíd aso n skólastjóri. Vortíminn. Æskuárin eru yndislegu.r vprtími; það ætti að vera fegúrsti tími æfi vorrar. Þá átt þú æskuþorið, æskugleðina, bjart- sýnið og allar glæsilegu framtíðarvonirnar. Þá ert þú svo blessunariega laus við hinar óteljandi áhyggjur og; hin meiri og- minni sorgarefni, sem hætt er við að gjöri va.rt við sig seinna. Þess vegna langar mig til að segja við þig, æskumaður: Kosta þú kapps um að verja hinum dýrmætu æskuárum þínum i þjónustu Drottins. Gefðu Guði bezta hluta æfi þinnar. Það mun þig aldrei iðra. Margir æskumenn eyðilögðu, líf, sitt í fyrstu æsku, veg'na þess a,ð þeir viku Guði frá stjórn- inni á lífsfleyi þeirra, Og svo stýrðu þeir því sjálfir út á hið viilugjarna veraldarhaf. Kæri æskumaðu,r, sem lest þessar línur, hver stýrir lífsfleyi þínu? — Þú getur ekki í eigin krapti eða skynsemi haldið rjettri stefnu 'til hæða. Marg'ir hafa reynt það, en þeim hefur ávallt mistekist þaö. Margir hafa sótt sunnudagaskólann og Y. D. í K. F. U. M. á bernskuárum sínum og fengu þar margt fagurt að heyra u,m lífið meö Guði, já, og margir hafa á þeim árum

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.