Tákn tímanna - 01.05.1920, Page 1
Og sjá, eg er með yður alla daga, alt til veraldarinnar enda.
Foreldrar tærðu börn sín til Jesú,
Af öllutn óskum er jafnvel ekkert
sem; trúaðir foreldrar þrá meir að sjá
uppfylt, en að börn þeirra mættu frels-
ast. Oft er það því miður þannig, að
hinn kæri sonur eða dóttir hafa vilst
burt útí hættu og spillingu heimsins,
stundum jafnvel yfirgefið heimilið, eins
og hinn týndi sonur í Nýjatestamenlinu.
Til ákveðins tíma eru þau heima, en
án löngunar til Guðs og sannleikans.
Þennan kross er ekki létt að bera; því
hversu fljólt getur hættan þeiin að
höndum borið. Til þessara foreldra eru
margar uppörfanir í orði Drottins, þeg-
ar við lesum um kraftaverk Jesú, finn-
um við meðal þeirra fjórar frásagnir
um foreldra, sem færði börn sín til
hans, og þeir urðu bænheyrðir á dá-
samlegan hátt.
Sem dæmi er dóttir Jariusar, sjá Matt.
9: 18—26. Jaríus var samkunduhús-
stjóri, eða sem við köllum safnaðarfor-
maður. Dóltir hans var dáin. Hann
kom og féll á kné við fætur Jesú og
sagði: kom þú og legg hönd yfir hana,
þá mun hún lifna. Jesús uppfylti bæn
föðursins. Þetta var kraftaverk! Jesús er
hinn sami í dag, sem hann var á þeim
tíma. Hann getur og vill uppvekja syni
vora og dætur af hinum andlega dauða,
þegar við komum til hans í alvarlegri
bæn og með slíkri trú.
Hin önnur frásögn er um hina kan-
versku konu, Matt. 15: 21—28. í þetta
sinn var það móðir, er hafði dóttir að
biðja fyrir. Hún var aðeins umkomu-
lítil heiðin kona, er hafði öðlast trúna.
Hún kom og kallaði á Jesúm. »En hann
svaraði henni engu orði«. Það var trú-
in, sem nú skyldi verða reynd, hún