Tákn tímanna - 01.05.1920, Síða 4
60
TÁKN TÍMANNA
Yiðvörun.
Æska, fegurð, fjör og blómi
fölnar skjótt og lukkan flýr;
lífsins gleði líkust hjómi,
lánið heims í burtu snýr.
Alt er synd og saurgun atað,
sjást ei merki’ um hreinleikann;
glæpa stígur geyst er troðinn
Guð þó birti sannleikann.
Ófriður í öllum löndum,
engin ró í neinni borg,
eigingirni’ og ilska magnast,
alt er lamað böli’ og sorg.
Æ, hvert stefnir að, menn spyrja,
örvæntingin grípur þjóð,
uppfylling á orðum Drottins
alt er þetta, menn og fljóð.
Heimur er í háska staddur,
Herrann boðar syndagjöld,
Drottins reiðidagur nálgast
dimt er liðið heims á kvöld.
Lögmálsbrotin lýðir magna,
ljóst þó tali Drottins orð,
aðvörunin enn þó hljómar
allra til um haf og storð.
Tilbiðjið þann hæsta herra
himininn sem skóp og jörð!
áfram hans á fótskör föllum
fram með bæn og þakkargjörð.
Eftir oklcur enn þá bíður
ástrík náðin lausnarans
getum við með gálaust sinni
gengið fram hjá boðum hans.
Hvert skal halda, hvað skal gjöra
hvar er hjálp í neyð að fá?
heimur ekkert hefur bjóða
honum hverfa skulum frá.
Jesús kallar: Komið! komið!
kraft og hvíld að fá hjá mér.
Ókeypis ég alt skal gefa,
er til lífs má gagna þér.
Orð hans er ó aumur maður
eigi veizt þú blindur ert,
berðu á þín augu sjúku
augnasmyrsl þá sérðu bezt.
Enginn fyrir Guði góðum
getur heldur staðist ber
hjá mér keyptu hvítu klæðin
heyrðu hvað ég segi þér.
Frelsarinn oss frið keypt hefur
fallna menn með blóði sín,
í hans ástararma flýðu
aumstödd sál þá bölið dvin.
Fyrirlít ei frelsun þína
fyrst svo Drottinn elskar þig
láttu blessað Ijósið skæra
leiða þig frá villu stig.
Þá er sannur friður fenginn
farsæl vörn gegn böli og sorg,
lítum svo til Ijóssins hæða,
Iausnarans á helgu borg;
hikum ekki hálfa stundu,
hvað sem kostar því að ná.
Ó, hve sælt um eilífð alla
ætíð Guði dvelja hjá. M. G.
Bolungarvík.
»Því að eg vil að þér vitið, hversu
mikilli baráttu eg á i vegna yðar. . . .
og allra þeirra, sem ekki hafa séð mig
persónulega, til þess að hjörtu þeirra,
sameinuð í kærleika, mættu uppörfast
og þeir öðlast gjörvalla auðlegð þeirrar
sannfæringar, sem byggist á skilningi,