Tákn tímanna - 01.05.1920, Blaðsíða 6
62
TÁKN TÍMANNA
Áður en við fórum þaðan, mynduð-
um við svo, að venju S.-D. Aðventista-
söfnuð með 22 meðlimum og fólum
hann svo góðum Guði á hendur, sem
við fulltreystum til að vernda og blessa
og öflugan að gera þennan unga söfn-
uð. En til þeirra, sem þar hafa nú
»auðgast« af »sannfæringu þeirri, sem
byggist á skilningi, þekkingunni á leynd-
ardómi Guðs — Kristiff, vil eg aðeins
segja þelta: »En hvað serii öðru líður,
þá hagið safnaðarlífi yðar eins og sam-
boðið er fagnaðarerindinu um Krist, til
þess að hvort sem eg kem og sé yður,
eða eg er fjarverandi, að eg þá fái að
heyra um yður, að þér standið stöðugir
i einum anda og berjist saman með einni
sál fyrir trú fagnaðarerindisins, og látið
í engu skelfast af mótstöðumönnunum.
Fyrir þá er það merki um glötun þeirra,
en um hjálpræði yðar, og það frá Guði,
því að yður er sú náð veitt fyrir Krists
sakir, ekki einungis að trúa á hann,
heldur og að þola þjáningar hans vegna«.
Fil. 1, 27—29. »Haldið fast víð orð lífs-
ins, mér til hróss á degi Drottins vors
Jesú Krists, að ekki hafi eg til ónýtis
hlaupið«. »Eins og þér því hafið tekið
á móti Kristi, Drotni Jesú, svo skuluð
þér og lifa í honum, rólfestir og bygðir
á honum, vera staðfastir í trúnni, eins
og yður hefir verið kent, og skara fram
úr í þakklátsemi. Gœtið þess, að enginn
verði til að hertaka yður með heim-
speki og hégómavillu, sem byggist á
mannasetDÍngum, er runnið frá heims-
vætlunum (völdunum), en ekki frá
Kristi, því að i honum býr öll fylling
Guðdómsins líkamlega«............wFetta
segi eg, til þess að engin sviki yður með
tœlandi orðum«. Kol. 2, 4—9. Öll þessi
orð postulans, geri eg að mínum til
ykkar, og sendi þar með ykkur og öll-
um samhyggjendum fjær og nær, okkar
kærustu kveðjur. Friður Guðs veri með
ykkur öllum.
Ykkar bróðir í sannleikanum.
P. Sigurðsson.
Engin ástæða til öfundar.
wÞér eruð mikill gæfumaður«, sagði
ungur maður við hinn ameríska milj-
ónamæring Ridgewey.
Og hversvegna haldið þér að eg geti
verið gæfumaður, þar sem eg er öfund-
aður fram yfir marga aðra? Eg sé enga
ástæðu til þess«, svaraði miljónamær-
ingurinn.
»Hvað?« hrópaði hinn ungi maður
hissa. Þér sem eruð miljónamæringur
og hafið tekjur svo þúsundum skiftir á
mánuði hverjum!«
Segjum sem svo, en hvað er það í
dýpsta skilningi?« svaraði Ridgewey. Alt
sem eg fæ af því er fæði og klæðnaður,
eg get ekki etið meira en einn maður,
og ekki klætt mig nema einum klæðn-
aði í hvert skifti. Má eg spyrja, munt
þú ekki gera hið sama? Jú, eðlilega;
en hugsið um öll þau fögru skrauthýsi,
sem þér eigið, og allar þær tekjur, sem
þetta færir yður«.
»En hvaða ánægju hefi eg í raun og
veru af þessu? Sjálfur hefi eg aðeins
eitt hús er eg þarf að nota fyrir mig
og tekjur mínar get eg hvorki etið eða
borið með mér. Eg get aðeins notað
þær til að kaupa ný hús, sem aðrir
búa í, og þá verður ánægjan þeirra en
ekki mín«.
»En þér getið keypt þeim skrautlega
húsmuni, fögur málferk, fallegar skemti-