Tákn tímanna - 01.05.1920, Blaðsíða 7
TÁKN TÍMANNA
63
kerrur, fjöruga hesta og fljótt sagt alt,
sem þeir óska«.
»Og þegar eg hefi keypt alt þetta,
svo hvað?« sagði miljónamæringurinn.
»Eg get aðeins horft á munina og mál-
verkinu, og það getur hinn fátæki mað-
ur, sem ekki er blindur, eins vel sem
eg. Eg get ekki ferðast i hinum skemti-
lega og þægilega vagni, en þér getið
það án þess að hafa kúsk og þjón, og
hvað þvi viðvíkur að hafa alt sem
maður óskar, ungi maður, þá skal eg
segja yður nokkuð, að þess minna sem
maður óskar af þessum heimi, þess
gæfusamari er hann. Fyrir öll mín auð-
æfi get eg ekki fengiðj^keyptan " einn
einasta dag til að framlengja lífi mínu,
ekki keypt æskuárin til baka aftur, og
að hvaða gagni kemurjalt þetta, þegar
eg, eftir fá ár ligg í gröfinni^og verð
að yfirgefa allan þennan auð? . Ungi
maður! Þér hafið enga ástæðu til að
öfunda mig«.
Þessi vitnisburður miljónamæringsins
er mjög lærdómsríkur, hið sama fann
konungurinn Salomon: »Ög alt sem
augu mín girntust lét eg þau hafa, eg
neitaði hjarta mínu um engan fögnuð.
Og sjá, það var alt hégómi og skapraun
og það var mér enginn hagur undir
sólunni.
Hversu hugsunarlítið er það að safna
sér auðæfa til áhyggju Á reynslunnar
límum getur maðurinn ekki glatt sig
við nærveru þessara gæða, og þegar
auðæfiu eru virt fyrir sér, fær maður-
inn ekki annað af þeim en þetla: fæði
og klæðnað. Hversu mikið hugarstríð
og hætta fylgir ekki oft auðnum, en því
verndast þeir frá, sem neyta hins dag-
lega brauðs með þakklæti og vegsama
Guð dag frá degi.
Guðhræðslan er hinn eini raunveru-
legi auður, er gefur manninum ánægju
og áhyggjulausa hugsun. Hún opnar
augun fyrir fegurð og yndisleik þess er
Guð hefir skapað, og veitir oss ollum
að njóta hins sama takmarks.
L.esið bibliuna.
Þessi bók inniheldur hugarfar Guðs,
ástand mannsins, veg bjálpræðisins,
dóm syndaranna og sælu hinna hólpnu.
Kenningar hennar eru heilagar, boðorð
hennar skuldbindandi, sögur hennar eru
sannar og ákvörðun hennar órjúfanleg.
Leslu hana til þess að verða vitur,
trúðu henni til að þú gelir verið ugg-
laus og breyttu eftir henni til þess að
verða heilagur. í henni er ljós til að
lýsa þér, fæða til að næra þig og hugg-
un til að uppörfa þig. Hún er landa-
bréf ferðamannsins, stafur pílagrímsins,
áttaviti siglingamannsins, sverð her-
mannsins og hún er lundernismælikvarði
hins kristna. í henni er Paradís endur-
reist, himininn opnaður og hliðum hegn-
ingarstaðarins lokað. Kristur er hinn
skínandi miðdepill hennar, ráð hennar
eru rituð oss til góðs og tilgangur henn-
ar er að sýna oss dýrð Guðs. Hún ætti
að fylla huga vorn, stjórna hjartans
hugsunum og stýra gangi vorum. Lestu
hana í hægðum þínum, lestu hana oft
með innilegri bæn. Hún er auðug náma,
skrautlegur aldingarður, ánægjulegt fljót.
Hún er þér gefin í lífinu, hún verður
opnuð í dóminum og hennar mun
minst verða um alla eilífð. Hún hefir
hina mestu ábyrgð í för með sér; en
hún launar hinn þyngsta starfa og
dæmir alla, sem fara léttúðlega með
hennar heilaga innihald. »Þín hrísla og