Verði ljós - 01.02.1896, Side 4
20
lieitur; en eins og þú ert nú, hálfvolgur, hvorki heitur nje kaldur,
mun jeg skirpa þjer út af mínum munni“. Ef til vill tekst hon-
um að varðveita sitt tímanlega líf í heimsins augum — en hver
gaf honum vonarbrjef fyrir hinu eilífa lífi? Ef til vill verður liinn
trúi stríðsmaður Krists, hið ótrauða og ósjerhlífna sannleiksvitni að
þola óvihl manna, sæta illu umtali, háði og fyrirlitningu, fara á
mis við ýms af þægindum lífsins, já í vissum skilningi glata lífi
sínu, en cinmitt sá hinn sami varðveitir líf sitt á degi roiðinnar
og til lians munu þessi orð verða töluð: „Pú góði og trúlyndi
þjónn, þú sem varst trúr yíir litlu, jeg mun setja þig yfir meira;
gakk inn í fögnuð herra þíns“.
Verið því hugrakkir, verið styrkir, allir þjer sem elskið hjálp-
ræði Jesú Krists! G-angið óhræddir fram á orustuvöllinn og bcrið
sannleikanum vitni, vitnið um hann, sem dó fyrir oss, vitnið svo
að heimur heyri um hina óumræðilegu hæð og dýpt' guðs kærlcika
í Kristó Jesú og vitið, að öilum sönnum Krists stríðsmönnum er
„afsíðis lögð kóróna rjettlætisins11 og mun verða gefin þeim á hin-
um inikla degi, þegar baráttunni er lokið og sigurinn unninn, því
að þá mun það koma í ljós, hvcrjir hinna svokölluðu lærisveina
Krists, ljetu það sjást í lífi sínu til orða og verka, að þoir mint-
ust orða frelsarans: „Pjer skuluð og vitna —!“.
J. H.
Spurniiigiii niikla.
Smápistlar frá gömlum presti.
Útgcfuir af sjera Jóni Hdganyni.
2. Pistill.
Guð blcssi þig fyrir brjefið þitt, Bergþór minn góður! Það
var alveg eins og jeg gat búizt við því af þjer. Og guð blessi
þig fyrir hin fögru umrnæli þín um mig, þau glöddu mig hjartan-
lcga, af því að jcg veit, að þau eiga ekkert skylt við smjaður,
þegar þau koma frá þjer. Þú skrifar: „Jeg liefi aldrei og mun
aldrei efast um, að kenning þíu sje mál hjartans, að hún sje sprott-
in af lifandi og óbifanlegri trúarsannfæringu“. Fegurri vitnisburð
gat enginn gefið mjer en þennan, því að frá byrjun prestsskapar
míns, hefi jeg álitið það vera cittlivað iiið voðalegasta, er hent
getur nokkurn prest, að sóknarbörn hans efuðust um trú hans á
það málefni, sem hann er að berjast fyrir. Jeg heyrði einu sinni