Verði ljós - 01.02.1896, Blaðsíða 7
23
heiininum, ef þeir óguðlegu Júðar hefðu ekki stytt honum aldur“;
og svona munu fleiri en hann hafa prjedikað. Frelsarann Krist
þektu þeir eigi eða brúkuðu það orð í alt annari merkingu en hin
kristna kirkja alt til þessa dags hefir brúkað það. Nú er sjera
Grímur fyrir löngu dauður, en skoðun hans á Kristi liftr enn og
á sjer marga talsmcnn, meðal annara þig, Bergþór minn! En hvar
sem hún kcmur fram, stendur hún í nánu sambandi við skort syncla-
meðvitundar. Heilbrigðir þurfa ekld læknis við og sjálfbjarga menn
ckki frelsara.
En sje nú, Bergþór minn! eins og þú hyggur, öll þýðing
Krists fyrir oss mennina fólgin í því, að hann gaf oss sinn dýrð-
lega siðalæi’dóm, livað skal þá scgja um alt það, er Kristur scgir
í trúardttina, um persónu sína og uppruna, um samband sitt við
föðurinn á himnum annars vegar og við mennina hins vegar ? Hvort
eru það orð í óráði töluð, er frelsarinn segir: „Jeg og faðirinn
erum eitt“ (Jóh. 10, 30); „jeg er vegurinn, sannleikurinn og líflð,
enginn kemur til föðursins ncma fyrir mig; — hver sem hefir sjeð
mig, heflr sjeð föðurinn“ (Jóh. 14, 6. 9); „jeg er útgenginn frá
föðurnum og kominn í heiminn“ (Jóh. 16, 28); „jóg er ljós heims-
ins“ (Jóh. 8, 12); „mannsins sonur cr ckki kominn til þcss að láta
þjóna sjer, heldur til þcss að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds
fyrir marga“ (Matt. 20, 28); „alt er mjer af minum föður á vald
geflð“ (Matt. 11, 27); „alt vald er mjer gefið á himni og jörðu“
(Matt. 28, 19); „ekki dæmir faðirinn neinn, heldur liciir hann selt
syninum í hendur allan dóm, til þess að allir skuli heiðra soninn,
cins og þeir heiðra föðurinn“ (Jóh. 5, 22. 23), — hvað eigum við,
Bergþór minn! að segja um alla þessa ritningarstaði og marga
fleiri, er allir eru talaðir í trúaráttina, cn snerta í sjálfu sjer als
ekki siðalærdóm Krists?
Jcg veit vél, að þeir eru til, er munu blátt áfram svara því,
að Kristur hafi aldrei talað þessi orð, heldur liafi lærisveinar hans
eða höfundar guðspjallanna lagt honum þessi orð í munn. En slílc
staðhæfing dæmir sjálfa sig; því merkilegt mætti það heita, efþcir
hefðu hcrmt rjctt frá öllu því, er Kristur segir með tilliti til siða-
lærdómsins, en búið til alt það, sem hann segir þar um sjálfan
sig í trúaráttina. Það þarf ekki mikinn speking til að sjá það,
að slík staðliæfing cr hölt á báðum fótum. Hafi þeir, hrifnir af
hinni dýrðlegu lcenningu meistarans, skýrt rjottilega frá öllu því,
er þeir oigna lionum af siðferðilcgum sannindum, hvaða ástæða cr
þá til að ætla, að þeir hafl farið að ljúga öllu hinu upp? Mjer cr