Verði ljós - 01.02.1896, Page 11

Verði ljós - 01.02.1896, Page 11
27 Jeg fæ l>ví ekki betur sjeð, Bergþór minn góður! en að, skoð- un þín og annara, cr eins og þú vilja nema staðar við siðalærdóm frelsarans, en hafna öllu hinu trúarlega, sje mjög svo ofasöm og ófullnægjandi, því að ómögulegt vcrður að aðskilja það, seni Krist- ur segir með tilliti til breytninnar, frá því, sem hann segir í trú- aráttina; því verður að taka hvorttveggja saman, eða með öðrum orðum, minnast þess, að einmitt hinn sami spekingur, er heiminum gaf hinn dýrðlegasta siðalærdóm, sem þar var nokkru sinni kendur, sagði um sjálfan sig að hann væri guðs sonur og var fús á að lcggja lífið í sölurnar fyrir þá staðhæfingu. Og jeg segi: Annaðhvort hefir hann talað sannleika eða þá líka farið með ósannindi. Við crum þá aptur komnir að þessu mikla „annaðhvort — eða“, sem við byrjuðum á og jeg hlýt að segja eins og jeg sagði áður: Um nolckurn þriðja mögulegleikann getur ekki verið að ræða. í næsta pistli mínum rnun jeg, ef guð lofar mjer að lifa, reyna að sýna þjer, hvernig jeg loiðist og hlýt að leiðast að þeirri skoðun, sem jeg er sannfærður um, að sje hin eina rjetta, að Jesús Kristur hafi talað sannleika, er hann sagðist vera guðs sonur. Hann sagðist vera guðs sonur — og fyrir það var hann dæmd- ur til dauða, þrátt fyrir sína óviðjafnanlegu kenningu. Þennan sama dóm hefir heimurinn verið að kveða upp yfir honum alt til þessa dags og mun clcki hætta fyr en síðasti dagur upprennur. Hefði hann sagzt vera sljettur og rjettur nmður, hefði heimurinn aldrei þreyzt á að lofa hann og vegsama, en — hánn sagðist vera guðs sonur! Þess vegna er hann enn talinn dauðasekur af ótai mörgum mönnum. Guð varðvciti oss frá að vera í þeirra tölu! Jeg verð nú að hætta, fóstursonur góður! ogbið þig að fyrir- gefa icngdina, sem orðin cr á pistlinum. Þig kveður af vinarhug og óskum beztu þinn elskandi fóstri Jfjörtur. Kristsmeim — krossmeim. i. llans Nielsen Hauge. Eptir S. P. Sfoertsen. (Framhald). Árin 1798—1804 ferðaðist Hauge um land alt og boð- aði guðs orð hvar sem hann kom. Nafn hans varð á skömmum tíma kunnugt um endilangan Noreg og rit hans höfðu víða rutt hon-

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.