Verði ljós - 01.06.1897, Síða 3

Verði ljós - 01.06.1897, Síða 3
83 ast undir merki bins guðdómlega leiðtoga. Aldrei hefir mannkyn- ið þarfnast þess fremur en nú að safnast kringum hinn milda græðara í ísrael, því að tíminn er sjúkur, það er eins og hlaupin rotnun í mannfjelagslíkamann. Iivervetna blasa við oss hin gap- andi sárin, hvaðanæfa að heyrum vjer kveinstaíi og vein mann- anna barna., fyrir þúsundum manna út um heim allan er lííið orð- ið hin sárasta byrði, — cn tíminn heflr engin þau meðul að bjóða, sem að nokkru haldi geti komið. Og þessum sjúkdómi fylgir hinn sárasti þorsti. Aldrei hefir mannsandinn með meiri óþreyju leit- að sjer svölunar en einmitt á þessum síðustu tímum og þó hafa þeir menn aldrei verið eins margir og nú, er tjáðu sig fúsa til þess að svala hinum þyrsta lýð og æptu hver í kapp við annan: Kom- ið til mín — hjér er svölun að finna! En lýðurinn er jafn þyrst- ur eptir sem áður, því það vatn, sem þeir bjóða, er gruggugt vatn, það eru dreggjar úr óhreinum brunnum, sern æsa þorstann í stað þess að svaia honum. Þcssir leiðtogar nútímans, er reyna að safna landslýðnum kringum sig, hafa ekki það vatn að bjóða, sem geti svölun veitt, því það hefir hann einn, sem forðum á laufskálahá- tíðinni í Jerúsalem kallaði og sagði: „Ef nokkurn þyrstir þá komi sá til mín og drekki!“ en það er einmitt sá hinn sami, sem í textans orðum segir: „Komið til mín!“ En til hans vilja mennirn- ir ekki koma; heimurinn, hinn sjúki og sárþyrsti heimur, gengur fram hjá honum án þess að sinna raustu hans, rjett eins og kær- leikskall hans væri ekki til hans stílað. Eða skyldi orsökin vera sú, að tilboð þetta nái aðeins til sár- fárra útvaldra meðal mannanna barna? Hcyrum aptur hið guð- dómlega tilboð: „Komið til mín allir þjer, sem eríiðið og eruð þunga hlaðnir, jcg mun gefa yður hvíld!“ Frelsarinn kallar á „alla þá, sem erfiða og eru þunga hlaðnir.11 En hverjir eru þeir, sem teljast til þeirrar tegundar manna? Að hin örvasa gamal- menni, með bogið bak og brotið lífsfjör eptir erfiðleika langs æfi- dags, sjeu á meðal þeirra, sem Jesús kallar svo, það geta menn skilið; en að einnig hinir ungu og upprjettu, sem eru svo að segja að byrja á fyrsta dagsverkinu í akri lífsins, sjeu á meðal þeirra, það veitir mönnum erfiðara að skilja. Að erfiðismennirnir, sem fengu það hlutskipti í lífinu útmælt, að vakna til þungrar strit- vinnu á morgni hverjum og ganga sárþreyttir til livíldar að kveldi, — að þeir sjeu á meðal þeirra, það geta menn skilið, en hitt veit,- ir mönnum erfiðara að skilja, að meðal þeirra sjeu einnig þeir menn, sem skipað hefir verið til sætis sólarmegin í lífinu, sem aldrei þurfa .

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.