Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 10

Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 10
90 kringum 1100 kr. á pappírnum, en eins og gjaldmátinn er, mun það óvíða alt koma í vasa prestanna. Að vísu veit jeg það, að það hefir eigi í sjálfu sjer og út af fyrir sig áhrif á lifandi kristin- dóm prestsins, hvort laun haus eru mikil eða lítil. En það mun vera alment lögmál í heiminum, sem íslenzka prestastjettin er eigi fráskilin, að fyrir Ijelega borgun fæst ljelegt starf. Margur ungur maður heíir án efa gengið út í preststöðuna á íslandi með þeim ásetningi, að helga líf sitt og krapta preststöðunni. En svo kom launaleysið, þarflr lífsins og haráttan fyrir lífinu. Þá var auðvitað tvent fyrir hendi, annaðhvort að slá slakara við prestskapinn en vera átti til að hjarga sjer og sínum, eða þá að komast í basl og fátækt, og verður þó varla bætt á bágborin kjör sumra presta hjer á landi. Þessi barátta fyrir líflnu, sem dregur menn svo mjög frá prest- skapnum, verður svo með tíma að vaua, svo að menn helga prest- skapnum opt minna af kröptum sínum en menn jafnvel gcta og gefa sig við fleiru en menn þurfa, — Af launaleysi prestanna staf- ar og sá meinlegi annmarki, að flestir þeir, er skara fram úr að gáfum, forðast eins og heitan eld, að ganga út í preststöðuna, en reyna til að ná í hin vcrzlegu embættin, sem svo margfaldlega eru betur launuð og þykja því auk annars svo margfalt álitlegri. Af- leiðingin verður sú, að fremur úrkastið af þeim, sem á latínuskól- ann ganga, þó auðvitað sjeu margar undantekningar frá því, velst í preststöðuna, og er þetta, eins og á stendur, fremur eðlilegt. Ef bóndinn gildi einum vinnumanninum 300 kr., öðrum 200 kr., en hinum þriðja 80 kr., mundu naumast 80 kr. vinnumennirnir verða hinir beztu og duglegustu. En prestarnir eru 80 kr. vinnumennirnir landstjórnarinnar. — Til skams tíma hefir verið svo ástatt, að prests- embættin hafa ekki fengizt skipuð nýtum mönnum og hefir því orð- ið að taka í preststöðuna ýmsa þá menn, er setið mundu hafa á hakanum, ef aðrir hefðu vcrið til, og hefir kirkjunni íslenzku ekki verið gjörður með þessu mikill greiði. Prestaskólinn hcfir heldur ekki til skams tíma, mjer vitanlega, reynt að hafa áhrif á presta- efnin í því, sem er eitt hið nauðsynlegasta til að fá siðgóða presta- stjett, én það er aö efla bindindi meðal nemendanna; jeg veit okki hvort prestaskólinn er enn farinn að starfa að þessu. Það er mjög skökk skoðun, að eigi þurfi að fá eins nýta og eins góða hæfileg- leikamenn í preststöðuna eins og í hverja aðra einbættisstöðu á landinu, ekki sízt nú, þcgar vantrúin cr íarin að lypta höfðinu jafnhátt og hún gjörir. Að vísu er trúarhiti, trúarfjör og trúar- kraptur nauðsynleg fyrir prestinn. En það er líka nauðsynlegt,

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.