Verði ljós - 01.07.1897, Síða 1

Verði ljós - 01.07.1897, Síða 1
FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGAN FRÓÐLEIK. 1897. JÚLÍ. 7. BLAÐ. Faðir vor. (Matt. 6, 9—13). Eptir prófast .“jera Valdimar Briem. Þú faðir vor á himnahæð! þig hver ein prísi lífsins æð. Þitt helgist nafn í hvorjum stað, þitt heilagt nafn sje vegsamað. Þú faðir vor á himnahæð! vor hjartasárin djúpu græð. Oss allar sakir uppgef hjer sem öðrum fyrirgefum vjer. Þú faðir vor á himnahæð! æ hjer á jörð þitt ríki glæð. Það breiðist út um bæ og sveit og blómgist vel í hverjum reit. Þú faðir vor á himnahæð! oss hclgum týgjum ljóssins væð, svo vjer æ freisting verjumst gegn og verði hún oss ei um megn. Þú faðir vor á himnahæð! um helgan vilja þinn oss fræð. Þinn vilji jafnan verði’ á jörð sem verður hann með englahjörð Þú faðir vor á himnahæð! öll hcimsins burtnem moinin skæð, og öllu illu’ oss frclsa frá, vor faðir góður himnum á. — Þú faðir vor á himnahæð! þín hjartkær börnin fæð og klæð. Oss gef í dag vort daglegt brauð og dag hvern bæt úr allri nauð. Þú faðir vor á himnahæð! oss himins dýpstum auði gæð; því ríki’ og vald þitt cilíft er og ævarandi dýrð hjá þjer.

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.