Verði ljós - 01.07.1897, Page 12

Verði ljós - 01.07.1897, Page 12
108 kand. Þ. T. lýsir því, kirknaskorturinn; tala kirknanna og prest- anna hefir ekki vaxið að sama skapi sem taia borgarbúanna, svo að kirkjur borgarinnar rúma bvergi nærri einn fiórða hluta allra bæjarbúa, er í kirkjufjeiaginu standa og sóknirnar eru orðnar svo geysistórar, að það er moð öllu ómögulegt, að prestarnir geti full- nægt þörfum safnaðanna, þótt væru þcir allir af vilja gjörðir. Poss vegna fara allar kröfur kirkjunnar manna í þá átt að heimta ficiri kirkjur og fleiri presta, og þegar ríkið ekki fæst til að láta það fje af hendi rakna, sem til þessa þaif, þá taka söfnuðirnir sjálfir til að safna fje, leggja á sig frjálsa skatta til þess að koma upp nýjum kirkjuhúsum og kosta nýja presta. — Mjer þætti nú gaman að sjá, hve fúsir kirkjunnar menn hjer heima yrðu til þess að leggja frain fje úr eigin vasa til slíkra þarfa, þar sem þeir auk þess vissu, að eiginlega væri ríkið skyldugt að annast það. Og yfirhöfuð að tala: hvað er ólíkara hinum íslenzka nútíðarhugsunar- hætti en þetta, að fjölga kirkjum? — Það or ekki í Khöfn einni sem slíkar kröfur heyrast, heldur má segja, að þær heyrist um alla Danmörku; hver vetna er verið að berjast fyrir fjölgun kirkna, hver vetna lcggja söfnuðirnir á sig stórbyrðar í þeim tilgangi, svo að sem flestir geti náð til kirknanna og notið liðsinnis prest- anna, en það sjá menn að verður því erfiðara sem prestaköllin eru stærri. Bn á íslandi virðist allur hugsunarhátturinn fara í alveg gagnstæða átt. Og þar sein það í Danmörku er vantrúin og krist- indómshatrið, sem berst á móti fjölgun kirkna og presta, þá eru það á íslandi opt og einatt prestarnir sjálfir, sem berjast fyrir fækkun kirknanna og fækkun prestanna með því að steypa sam- an prestaköllum og mynda stór prestaköll úr fleiri smáum. Er- lendis hugsa menn svo: látum oss fjölga prestaköllunum, mynda smáar sóknir úr stórum, til þess að andlegur hagur einstakling- anna batui. Á íslandi hugsa menn aptur á móti á þessa leið: látum oss fækka prestaköilunum, mynda stór prestaköll úr fleiri smáum, til þess að tímanlogur hagur prestanna batni. Þar felst aðalmunurinn. Erlendis fer allur áhuginn í þá átt að gjöra prest- unum það mögulegt að gjöra skyldu sína; á íslandi virðist. hann fara allur i þá átt, að gjöra prestunum það ómögulegt með öllu að gjöra skyldu sína, hve fegnir scm þeir vildu. — Jcg fæ ekki bctur sjcð en að þetta hafi verið aðalmergurinn i allri kirkjupóli- tík sjera Þórarius heitins í Görðum og honum er sungið lof fyrir það látnum; en jeg er sannfærður um, að sá lofsöngur þagnar, þcgar tekur að lifna yíir vorri kirkjulegu landsbygð og þegar hjá

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.