Verði ljós - 01.11.1897, Síða 3
163
lífi síim komið fram eins og einlægur og trúr lærisveinn Jesú Krists og
gjört vilja lians himneska föður. — Af þessu tilefni vil jeg snúa orðum
mínum við þetta hútíðlega tækifæri að því, að sá, sem prjedikar
fyrir öðrum, verður umfram alt að bera áhyggju fyrir
því, að hann verði ekki sjálfur rækur.
Þegar Páll postuli í fyrra brjefi sínu til Korintumanna, 9. kap., síð-
asta versi, talar um þetta, að sá, sem kennir öðrum, geti sjálfur orðið
rækur, þá tekur haun það fram sem liina skelfilegustu tilhugsun, sem
fyrir hvern mun verði að gjalda varhuga við; og hann talar í því sam-
bandi um þá sjálfsafneitun, þvingun og æfingu, sem hann verði á sig
að leggja, til þess að komast hjá slikum óförum. Þetta bendir oss á,
að lijer sje um hið alvarlegasta efni að ræða, og að allrar árvekni sje
þörf, ef vjer eigum að get.a umflúið þetta hræðilega hlutskipti. Prelsari
vor ber kennimönnum samtíðar sinnar, Faríseunum, ábrýu, aðþeirbindi
öðrum þungar byrðar, en snerti þær eldd sjálfir með sítmin jninsta
fingri. Hinar þungu byrðar voru þær tnörgu, flóknu og smásmuglegu
lögmálsreglur, sem þeir settu fyrir breytni tnanna í hinum ýmsu kring-
umstæðum lífsins; þeir byggðu upp stórau bálk af skyldum, jafnvel langt
fram yfir það, sem drottinn ltafði boðið, og kröfðust nákvæmrar og skil-
yrðislausrar hlýðni af þeim, sem þeir áttu að leiðbeiua. En jafnframt
vanrækt.u þeir að hlýðnast. sjálfir þeim regluni, sem þeir set.tu öðrum,
og önnum kafnir í því, að vandlæta við náunganu og dæma liann frá
sjónarmiði sinnar ímynduðu fullkomnunar, gleytndu þeir að liafa gát á
sinui eigin breytni og gjörðu sig seka í hræsni og yfirdrepskap, ágengni,
rungsleitni, yfirgangi og ýmsum öðruin löstuin, og íjellu þannig uudir
rjettlætisdóm hans, sem ekki fer í manngreinarálit og ekki verður blekt-
ur með neinni uppgerðar-fullkomnun. — Alt slikt ber kristnum kenni-
manni gi’audgæfilega að varast- Vissulega liggur sú skylda á oss, sem
öðrum eigum að kenna, að vjer yfir liinum fagnaðarríka og huggunar-
i'íka gleðiboðskap, sem drottinu liefir boðið oss að liunngjöra, gleynnun
ekki hinum alvarlegu lögmálsboðum, sem heilagur guð hefir sett., og
hlífumst ekki við, að sýna syndina sem synd og benda á þau skelfilegu
afdrif, sem þjónusta heunar bakar manninum, samkvæmt ótvíræðri kenn-
ingu lieilagrar ritningar. En aldréi megum vjer gleyma því, að lögniál-
ið, sem vjer sýuum i allri tign þess og óraskanlegu gildi, það nær til
sjálfra vor ekki síður en til systkina vorra, — að kröfurnar um lielgun
lifernisins og grandvarleik bæði í orðum og at.höfnum, sem vjer sam-
kvæmt hinum lielgu bókum brýnum fyrir tilhejrrendum vorum, þær snúa
sjer með sama krapti og sömu alvöru til sjálfra vor eins og til þeirra,—
og að drottins altsjáandi auga, sem vjer minnum á að jafuan vaki yfir
mannanna börnum og gefi gaum öllum atliöíimm þein'a, hvort þeir ganga
á vegi rjettlætisins eða ranglætisins, þetta auga er einnig opið til að
sjá, hvað vjer sjálíir höfumst að og livernig vjer í lífi voru hlýðnumst