Verði ljós - 01.11.1897, Page 13
173
vonum þess fastlega, að þetta mál verði sett efst á clagskrá á presta-
stefnu vorri á komauda sumri.
Vjer vonum nú, að lesendur vorir geti sjeð af því, sem hjer að
framan er skráð, að það hefir ekki alt verið talað af vanþekldngu á á-
standinu, eins og það er í raun og veru, sem í „Verði ljós!“ hefir verið
sagt viðvíkjandi trúarlifinu á íslandi á yfirstandandi tíð. Og þegar
menu fiu’ða sig á því, eins og uýlega einn af rithöfundum „Kirkjublaðs-
ins“, og telja það „óskiljanlegt“, hversvegna enginn meðal presta vorra
rís upp til að andmæla því, sem „Verði ljós!“ liefir sagt um kristilegt
líf hjer á landi, — þá ber það ekki vott um skarpau skilning, að menn
skuli ekki sjá það, að orsökin til þess, að andmæli koma ekki fram,
er aðallega sú, að allur þorri prestanua veit og finnur, að það erliverju
orði saunara, sem í „Verði ljós!“ liefir verið sagt viðvíkjandi hinu kirkju-
lega ástandi. Vorir íslenzku prestar eru ekki svo hugdeigir jneun, að
þeir kynoki sjer við að mótmæla þvi, sem þeir álít.a rajjghermt í sinn
garð og safnaða sinna, og það þvi fremur, sem ekkert er auðveldara en
að fá rúm í blöðum vorum sumum hverjum fyrir greinir, er vilja ganga
„Verði ljós!“ milli bols og höfuðs, hve aumar seni þær eru. Þeh- eru,
sem betur fer, ekki margir meðal presta vorra, sem liefðu hug, já, bí-
ræfni til þess að koma fram, hvort heldur er á prenti eða á opinberum
mannfundi, t.il þess Jneð miklum vandlætingarsvip að mótmæla hátíðlega
því, sem allir óblindir menn sjá og hinn mótmælandi sjálfur þyrfti
ekki annað en að stinga hendhini í sinn eigin barm, til að sannfærast
um að er hverju orði sannara.
Það er altaf hægt að draga úr trúverðleika þess, er menn segja,
með því að slá því fram órökstuddu, að þeir tali af tómri vanþekkiugu,
sem þora að nefna hlutina með sinu rjetta nafni, þora að segja sann-
leikann skýrt og afdráttarlaust, en það leynir sjer ekki livað þessir og
þvílíkir ménu vilja og í livaða átt áliugi þeirra stefuir lijer; þeir vilja koma
„Verði ljós!“ fyi-ir kattarnef, afþví að þeim er illa við að sannleikurinn
sje sagður. En þótt „Verði ljós!“ þagni og allir þeir þagni, sem helzt
eiga að tala, þá munu samt tölurnar lirópa; því þá berum vjer ekki
skilning á nokkurn skapaðan hlut, ef tölur þær, sem tilfærðar liafa verið
í grehi þessari eru ekki h r ó p a n d i t ö 1 u r!
En það vautar eyru til að heyra! —
Prestafundir.
Það gladdi oss mjög, er vjer í sumar vorum á ferð um Arnessýslu,
að fá freguir af hinum fjöruga hjeraðsfundi Árnesiuga, er þá var nýlega
afstaðinn. En það, sem oss þó þótti mest um vert. af gjörðum þessa
hjeraðsfundar, var ákvörðun sú, er þar var tekiu um það, að prestar pró-