Verði ljós - 01.05.1898, Síða 10

Verði ljós - 01.05.1898, Síða 10
74 meðal þjóðar vorrar, sem hafa alt aðra skoðun á skáldlegu gildi „Biblíu- ljóðanna11 en kristindómsvinirnir. Beyndar hafa flestir þessara mauua þagað við ljóðunum opinberlega, af því að þeir annars vegar gátu ekki af sjer fengið að tjá höfundinum þakkir fyrir hið framhorna, en kynok- uðu sjer hins vegar við að kveða upp úr með óánægju sina og vonbrigði og lasta ljóðin, með því að jieir þóttust vita, að slíkt mundi ekki þakk- samlega meðtekið af öllum almenningi. Yjer höfum með uudrun tekið eptir því, að einstöku af blöðum vorum hafa gengið þegjandi fram hjá „Bibliuljóðunum11. Það er svo sem auðsjeð hvað veldur. Eu það væri fróðlegt að vita, livar i veröldinni, jafnvel þar sein er um auðugri bólc- meutagarð að gresja en hinu íslenzka, það væri álitið samboðið góðri blaðamensku, að jiegja við útkomu eins merkilegs ljóðasafus og „Biblíu- ljóðin“ oru, frá hvaða hlið sem þau eru skoðuð, jafnvel þótt menn væru ekki alskostar ánægðir með j>að í öllu tilliti. Oss er nær að halda, að slik blaðainenska finuist einuugis á íslandi. Þó hafa einstöku þessara manna, er óánægðir eru með „Biblíuljóðin11 látið til sín heyra, og fullir af beyskri gremju yfir j>vi, að vinir kristilegs kveðskapar hafa lofað Ijóðin og þakkað skáldinu fyrir snildina, sem jieir hafa fundið í ljóðun- um, farið í lúsaleit gegnum ljóðin til jiess að finna þar „veika punkta“, smekkleysur, óskáldlegar hugmyndir eða hvað annað, sem gott þykir i hendi, þegar menn hafa einsett sjer að rífa niður og lasta eitthvert j>að verk, sem þeir nú einu sinni hafa talið sjálfum sjer trú uin, að eigi ekki og geti ekki átt það lof skilið, sem því hefir verið borið. Þvi slíkar sálir eru ávalt til meðal mannanna, sem eiga ef til vill auð- veldara með að þola last í eigin garð, en lof í garð náuugans. Þegar í'yrra bindi „Biblíuljóðanna11 kom út, mintumst vjer stuttlega á þau í mánaðarriti voru. Síðan höíúm vjer hvað eptir anuað farið yfir mikinn Jiorra jieirra ljóða, og vjer verðum að játa, að Jiau hafa vaxið i augum vorum við hverja yfirferð, vjer liöfum sannfærzt æ betur og betur um ágæti þeirra. Oss getur því eldci til hugar komið, að draga neitt úr áliti voru á Jiessu bindi ljóðauua, er vjer ljetum i ljósi Jiegar í byrjuu. Og þegar vjer nú litum yfir bæði bindin í heild sinni, þá finst oss að vjer hljótum að taka undir dóm dr. Bjarnar M. Ólsens, er liann kvað upp við útkomu fyrra bindis ljóðanna, að þau sjeu „eitt hið merki- legasta og fegursta skáldrit, sein ort hefir verið á ísleuzka tungu, síðan land bygðist . . . sannkallaður giinsteinn í •bókmentum jiessarar aldar“ (sbr. „ísafold11 XXIV, 29. bl.). Þó getum vjer ekki noitað þvi, er vjer berum sanmn ljóðin í báð- um bindunum, að gamla-testamentis-ljóðin eru oss yfirleitt kærari on ljóðin út af nýja testainentinu. Oss virðist liöfundinum hafa tekizt enn betur, er liann yrkir út af liinum gamla sáttmála, en hiuuin nýja; en þó dettur oss ekki í hug að telja síðara bindið „lakara11 frá skálds- ins hendi en liið íýrra, Jiví vjer erum sannfærðir uin, að skáldið liefir

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.