Verði ljós - 01.12.1898, Blaðsíða 8
184
leika og umönrran fyrir öllum bágstöddum, hafi reynst á heimili sínu
sem kona og sem móðir átta barna. Hira liafði sjálf reynt það i
æsku, hvílík blessun börnunum er að alvarlegri, kærleiksrikri móður;
ekki síður þar en annarsstaðar gat hún fagnað með fagneudum og grát-
ið með grátendum, og þótt alvara hvíldi yfir lieimiliuu, var það ekki
sú alvara, sem bælir niður, heldur lyftir upp, alvara gagnsýrð af kær-
leika til guðs og manna, sannkristileg alvara. — Þegar frakkneska
stjórnarbyltingin hafði tekið að geysa, en ógn og skelfiug gagntók alla
yfir þeim hryðjuverkum, sem þá voru unnin í nafni frelsisins, reis La-
vater upp og prédikaði með eldmóð og andans krafti gegn synd tímans,
spillingu og lygi. Þá urðu margir til þess að hvetja Önnu til að að-
vara mauninn sinn, að hann ekki stofnaði lífi sinu í háska. Eu hún
mintist orða drottins til Péturs: „Þú skynjar ekki livað guðs er, heldur
að eins livað mannsins er“. í stað þess þá að reyna að draga úr aru-
arflugi mannsins síns, bað hún guð daglega að styrkja liann, efla þrek
hans og kraft til að berjast hiuni góðu baráttu undir sannleikans og
trúarinnar heilaga merki.
Anna Lavater var prestskona í orðsins fylstu merkingu. Húnvar
eins styrk í allri sinni auðmýkt eins og hún var auðmjúk í styrkleika
sínum. Hún gjörði sér aldrei mannamun, heldur var altaf söm og jöfn,
hvort sem það var skáldið Goethe eða prinsinn af Weimar, eða það
var fát.æk bóndakona eða erfiðismaður, sem kom inn i stofu hennar.
Árið 1801 misti hún manninn sinn. Frakkueskur hermaður liafði
skotið á Lavater og sært hann, svo að hann dó af afleiðingunum eftir
miklar þjáningar og harmkvæli; en síðustu orð hans voru: „Biðjið,
biðjið!“ Anna stundaði hann sjálf og vék ekki frá sóttarsæng hans
nótt nó dag. Sjálf hafði hún alla æfi verið heilsutæp, og oftar en einu
sinni verið nær dauða. Eftir að hún var orðin ekkja, liólt liúu áfram
hinu blessunarrika starfi sínu meðal allra bágstaddra, sem hún gat náð
til, því að hún hafði tileinkað sér til fulls orð meistarans: „Mér ber að
vinua meðan dagur er“. Árið 1814 lagðist hún i rúmið yfirkomiu af
vatnssýki, lá rúmföst í heilt ár og þjáðist mjög bæði á sál og líkama,
en liún bar þjáningar sínar eins og hetja. í júlí árið eftir icomst hún
á fætur aftur, en með veikum mætti, og ei-fiðast átti hún með að tala
og hugsa í samhengi. „En, þú drottinn11, mælti hún þá eiuu sinni og leit
til himins, skilur bæn mina, þótt hún só sundurlaus í hugsuninni,
þú skilur andvörp hius stamandi11. En 22. september um liaustið varð
hún hastarlega veik og misti þá alt í einu málið, eu þá voru lika dagar
hennar taldir, því tveim dögum síðar andaðist húu hægt og rólega.
Hún var i sannleika kristin kona og móðir, eitt hið fegursta
dæmi kristilegrar sjálfsafueitunar í eftirfylgd hans, sem kom í heiminn
„til þess að þjóua öðrum og láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga“.