Verði ljós - 01.05.1900, Side 4

Verði ljós - 01.05.1900, Side 4
68 tnenn væru skirðir, en því má svara, að heiðnir menn buðust til þess, og jafnframt verður þess að gæta, að ekki er til þess að ætlast, að liinir kristnu íslendingar hefðu svo' fullkominu skilning á kristilegu um- burðarlyndi, eius og prótestantar nú 4 tímum. Enu fremur heiir því verið hreyft, að kristnir menn haíi vanbrúkað sakramentið, er þeir skírðu menn, sem jafnframt áskildu sór að mega halda fast við heiðindóm- inn, eu bæði var að 4 þeim thnum var jafnvel nauðungarskírn alment talin réttmæt, og svo gátu kristnir menn skoðað skírn lieiðingjanna sem ó- vitaskírn. Sá heiðinn maður, sem viljugur lét sldrast, lét með því i ljósi, að hann hefði ekkert á móti að verða fyrir kristilegum áhrifum, og kristnir menn gátu vænt, þess, að þegar hann lærði að þekkja krist- indóminn, mundi skírnin geta borið tilætlaðan árangur. Vonir kristinna manna virðast og í því tilliti liafa fyllilega ræzt, þvi að ekki or annað hægt að sjá, en að allur heiðinn átrúnaður haíi að stuttuin tíma liðnum verið horfinn fyrir áhrifum kristindómsins. Það má því segja, að kristindómurinn yfir höfuð ryddi sér til rúms hér 4 landi fyrir sannleika sjálfs hans og trúarkraft þeirra er boðuðu hann, án þess að þeim meðulum væri beitt, sem ósamrýmanleg eru auda kristinnar trúar, eins og um þær mundir áttti sér stað við kristniboðið viða annarstaðar. Að þvi er snertir áhrif kristindómsins 4 forfeður vora á næstu # mannsöldrunum eftir kristnitökuna, þá höfuin vér því miður eicki svo glöggar upplýsingar um það sem óskandi væri; kristileg ijóðmæli, t. d. Sólarljóð, munu vera yngri, og varlega er byggjaudi 4 einstökum um- mælum í sögum, sem ekki eru ritaðar fyr en á 13. öld, efvið þau standa ekki í nánu sambandi atburðir þeir, sem sagt er frá; í hinum fornu lögum mætti eflaust fá ýmsar mikilsverðar bendingar þessu efni við- víkjandi, eu óg hefi ekki þekkiugu til að nota mór það. Samt sem áður höfum vér í Islendingabók og öðrum áreiðanlegum ritum frá 12. öld næg skilriki fyrir, að áhrif þessi haí’a verið bæði mikil og góð. Þeir menn, sem gengist höfðu fyrir kristnitökunni, voru innlendir höfðingjar; þetta varð því tilefni til þess að kirkjan stóð hér á landi frá upphafi í mjög nánu sambandi við þjóðlífið; kristindómurinn og sú mentun, er honum var samfara, samjiýddist frá upphafi öllu því, sem gott var í þjóðernisháttum íslendinga. Næst eftir kristnitökuna lilaut áhugi kristinna manna einkum að snúast að því að byggja kirkjur og útvega presta, sem og að laga Iiugsuuarhátt manna og líferni eftir kröfum kristindómsins. Eyrst f'raman af urðu menn að nota útlenda kennimenn, og er þá getið um nokkra útlenda biskupa, er dvöldu hér um allmörg ár, en innan skamms var þeirra ekki lengur þörf, og um lok 11. aldar er þess getið, að þá voru flestir virðingamenn hór álandi lærðir og vígðir til presta. Litlu eftir miðja 11. öld var ísleifur, souur Gissurar livlta, kosiun og vígður til biskups yfir íslandi, og frá þeim

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.