Verði ljós - 01.11.1900, Qupperneq 13
173
sagt alveg óbreyttur frá því Jónas Hallgrimsson var þar. Þegar eg
skoðaði mig um, voru skólasveinar í einkeunisbúningi sínum að leikjum á
víðum velli, girtum trjám á alla vegu, nema hvað opið var á einum
stað út til vatnsins, eu í því hliði stendur Holberg gamli á háum palli
og hefir ánægjuna af auði sínum. Mér fanst að hér. hlyti að vera yndi
að lifa námsárin, og svo fór ég að hugsa um leiksvæðið austan við
latíuuskólann heima með öskubyngjum og mykjuhaugum.
Það var á laugardagskveldi sem ég kom til skólakennarans mins,
og hafði ég því tækifæri til að vera að morgui við messu í sveita-
kirkju. Ivirkjau var snotur steinkirkja, mjó og löng, og vísast var það
þess vegna, að forsöngvarinn skálmaði upp og niður gólfið, og likt
gerði reyndar presturinn, liaun var ekkert við altarið, nema þegar liann
tónaði, annars gekk hann fram og aftur um kórinn meðan sungið var.
Sárfátt var í kirkjuuni. Skólahúsið var allreisulegt, loftrúm og birta
viðuuandi. Bústaður keunarans var góður og laglegt en lítið jarðnæði
fylgdi embættinu, en kjör þessa alþýðukennara munu vera betri en
alment gerist.
Miust brestur á að húsaröðin sé óslitin með Eyrarsundi allar götur
norður að Helsingjaeyri, og enda góðan kipp lengra norður, og nú eru
komin upp skrauthýsi tvö fyrir sumargesti norður undir Gilbjærg, sem
er nyrzti oddi Sjálands, í fiskiþorpinu Gilleleje. Þangað fór eg bæði
til að heimsækja íslandsvininn Eeilberg, er býr skamt þaðau, og til
að vera samau við skólabróður minn, Olaf skrifstofustjóra Halldórsson.
Eg get skilið, að Islendingur kunni vel við sig þar uorður frá. Norð-
urhluti sjóndeildarhringsins er opið haf, og lokar Kullen í Svíþjóð fyrir
til liægri handar, betri en ekki í fjallalausu landi, 600 feta hár, að mig
minnir. Lítið er þar um akra og enn minna um skóg uppi á' þessum
sandbörðum; nú er byrjað að rækta þar furu og greui, sem eflaust
tekst, bai'a að útverðirnir standa bognir og sviðuir af hafvindiuum. Það
sem i bili dregur mest er fjaran með hvítum sandi og tærum sjó, sem
ekki er að hafa nálægt stórbæjunum. Dagana, sem ég var þar,
höfðu Finnar bezt sótt verið ; reyudar voru það kouurnar, sem einkum
reru þessa sumarvertíð. Og minst tvisvar á dag fór alt fólkið úr sokk-
unum og skónum og liélt upp um sig og sullaði í vatninu, eins og við
gerðum krakkarnir við lambasetuna á hólmunum, þegar áin liljóp í
skurðina seiuni partinn.
Ekki man ég hvað liún hét finska frúin, sem mest talaði við mig
og spurði mig svo rækilega, og um leið svo greindarlega, um lands-
háttu og >stjórnarfar hér heimaj húu var sýnilega að glöggva sig á sam-
anburði milli landanna, euda komst liún út úr þvi í að tala um Einn-
land, og tárin komu fram i auguu, þogar hún ýfði það sár.
(Niðurl.) Þórhallur Bjarnarson.