Verði ljós - 01.01.1901, Blaðsíða 9

Verði ljós - 01.01.1901, Blaðsíða 9
5 far tJesús Irisiur annað cn mikill hcimspckingur? Eftir Napoloon E.o\issel. —Yar Jesús Kristur 4 sérstaklegan hátt erindreki sendur af guði? Var liouum trúað l'yrir guðdónilegu köllunarverki ólíku köllunarverki allra annara rnanna? Var sjálí persóna hans í nokkru tilliti sérstaklegs eðlis? Eða var haun ef til vill heimspekingur, meira eða minna frægur, meira eða minna ágætur eu aðrir lærifeður? Þetta er spurnmgin. Við skulum vera hreinskilnir. IJvað ímyndið þér yður, að hann hafi verið ? ■—Gott og vel, ég hygg, að Jesús Kristur liafi verið mikill heimspek- ingui', en um fram alt, einungis heimspekingur á sama hátt og aðrir, sem vér þekkjum, t. d. menn eins og Sókrates og Plató. - Ef þetta er skoðun yðar þá gerið svo vel og segið mér, hvernig þér hafið komist að þessari uiðurstöðu? —Með því að lesa æfisögu hans. —Gott er það. Æfisaga hans er gefin oss í guðspjöllunum: Vór skulum virða þau fyrir oss og sjá, livort niðurstaðan geti ekki orðið sú, við nákvæmau yfirlestur, að hauu liafi verið meira en heimspekingur. Minnumst þess fyrst af öllu, að Jesús Kristúr staðhæfir sjálfur, að hann sé kominu frá liimnum. Hann fullyrðir, að liann só skipaður til þess að dæma heiminn á efsta degi. Hann staðhæfir, að liann inuni upp- vekja hiiia dauðu, og hann staðhæfir, að liann hafi framkvæmt krafta- verk og staðfest með því guðlega sendingu sína. Eg er nú alls ekki að fullyrða, að alt þetta sé satt. Eg vil að eins vekja athygli yðar á þvi, að hann hefir sagt þetta um sjálfan sig. Ef uú þessi staðhæf- ing reyndist áreiðanleg og sönn, þá er hanu vissulega miklu meira en heimspekingur. En reyuist húu það ekki, þá er hann svikari. Hér er ekki uema um þetta tvent að veija. Sjálfur gerir Jesús Kristur tilkall til að vera guðs eingetinn sonur, æðsti dómari mannanna og sá er einn hefir vald til að veita mönnunum eilíft líf. Ef þetta er satt, þá er Jesús guðs eingetinu sonur; ef það er ósatt, þá er hann svikari og alls ekki neinu heimspekingur. Hann er þannig aunaðhvort miklu meira eða miklu minna en heiinspekingur. --Þér eruð alt of ákveðinn í staðhæfingum yðar. Er það ekki hugs- anlegt, að Jesús liafi eiguað sér þessa himnesku staðíostingu, aðeins í því skyni að fá mennina með því til þess að veita viðtöku boðorðum þeim, er miðuðu mönnunum til hlessunar? — Það er að gera Jesúm Krist að hræsnara. Hvers vegna segið þór ekki börnunum yðar, til þess að fá þau til að hlýðuast yður, að þér eigið falinn fjársjóð, sem verði eign þeirra að yður látuum, ef þau hegði

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.