Verði ljós - 01.01.1901, Blaðsíða 12

Verði ljós - 01.01.1901, Blaðsíða 12
8 „Ég om guðs son“. Ef þér trúið þessum miklu kennifeðrum, hvers vegna trúið þér þá ekki honum? Ef þér trúið honum ekki, þá i'arið þér ekki með liaun eins og heimspeking, lioldur eins og lygara. Yér skulum samt sem áður gefa gaum að athöfnum hans. Eg bið yður ekki um að hætta að dást að siðkenningu Jesú Krists, því að ég veit, að þér ger- ið þetta þegar og eruð þess alhúinn, að taka undir með vantrúarmönn- um allra tíma og segja: „Aldrei hefir nokkur talað eins og þessi maður“. Eg ætla ekki að tala um kraftaverk lians, þvíaðþað er atriði, sem við fyrst verðum að koma okkur saman um. Nei, ég vil vekja at- kygli yðar á lyndiseinkunn hans, og í því tilliti hera hann saman við heimspekinga eldri og yngri tíma. Jesús Kristur hefir gefið oss frábær boðorð. Sama hafa heimspekingarnir gert. Jesús Ki’istur liefir boðið oss að vera róttlátir, skfrlífir, kærleiksríkir; sama hafa heimspekingarn- ir gert-. I þessu eru þeir líkir. En nú kemur mismunui’inn. Það, sem Jesús Kristur heimtaði af öðrum, það iðkaði hann sjálfur. Ekki einn einasti af öllum heimspekingunum hefir til fulls lifað samkvæmt eigin kenningu sinni. Seneca talaði um yfirburði fátæktai'innar um leið oghanu hallaði sór upp að boi’ði úr gulli. Ciceró lastaði opinberlega guðina, en liann bar þó sjálfur skrautklæðnað hofgoða. Só- krates ritar iof um skírlífi, en ekki einn einast.i maður mundi áræða að lýsa heimilislífi hans. Jean Jacques Rousseau reit fagra bók um upp- eldi barna, en kom sjálfur börnum slnum fyrir til fósturs á munaðar- leysingjastofnun. Voltaire fór og neytti heilagrar kveldmáltíðar, en gortaði síðan af hræsni sinni. — En hvi skyldi ég vera að lengjafrekar frásögu mína. Eg get óhræddur sagt, að reglan sé sú, að heimspek- ingarnir hafi kent fagurlega, en lifað illa. Ilver af þeim mundi geta spurt opinbei-lega eius og Jesús, þá sem þektu hann vel og umgengust hann daglega: „Ilver af yður getur sannað upp á mig nokkra synd?“ —þessi orð, sem ekki eiun einasti af heimspekingunum gæti dirfst að taka sér í munn. — Þessi oi'ð mælti Jesús af munni fram opinberlega í návist skæðustu fjaudmanna siuna, og ekki cinn einasti varð til Jujss að and- mæla honum. [Niðurl.]. If sumarfcrð iil Danmcrkur og Itorcgs. IV. Víkin er svo bi'eið, að lönd eru að mestuísjó, er Jótlandi sleppir, en jjegar innar sækist-, j-ísa lönd á bæði borð og eyjar verða fyrir stafni, og þegar að þeim er komið, telcur Kristjaníufjörðurinn við, eða Eoldin. Fjarðarminnið er um 7 vikur sjávar yfir um, en fjörðurinn er hálfu lengri inn til bæjarins.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.