Verði ljós - 01.01.1901, Blaðsíða 16

Verði ljós - 01.01.1901, Blaðsíða 16
12 nm, fór kandidat Sigurbjörn Á. Gíslason til Damnerkur næstliðið sum- ar til ársdvalar hjá presti einum á Jótlandi, valinkunnum ágætismanni af isleuzkum ættum. Sá prestur heitir Haldor Peter Bjarnesen, bróð- ursonarsonur Þórðar klausturhaldara í Sviðholti Bjaruasonar og Ragu- lieiðar, systur hans, móður þeirra Bjarna rektors og frú Ólafar, konu Jens rektors Sigurðssonar. En þar sem, eins og kunnugt er, kirkju-og trúarlíf í Danmörku er livergi heitara og iunilegra en á Jótlaudi vest- anverðu, þar sem þessi prestur á heima, höfum vér mælst til þess, að Sigurbjöru kandídat sendi blaði voru smápistla, er gætu gefið lesendum vorum dálitla hugmynd um hið andlega líf þeirra Jótauna, sem svo mik- ið orð hefir verið gert af og margt verið skrifað uni satt og logið. Yið þessum tilmælum vorum hefir hann góðfúslega orðið og birtist hér fyrsti pistillinn. — I. Gwíuih prestsetnr ,J/10 1900. Þér haíið, kæri kennari minn! mælst til þess, að ég sendi yður smápistla héðan til birtingar í blaði yðar, og þar sem utauför min er yður svo mjög að þakka, get ég eigi færst undan þvi, þótt ég hefði heldur kosið, að það liefði mátt dragast dálítið, þar sem ég hefi eigi verið hér nema tvo mánuði og heíi því ef til vill skakka hugmynd um ýmislegt, sem ég fæ síðar betri þekkiugu á. Eg hefi ekki heldur, enn sem komið er, átt kost á að kynnast af eigin reynd og sjóu uema einui af höfuðstefuunum innan dönsku kirkjunnar, sem sé heimatrúboðs-stefn- uuni, því að þótt ég lesi hér flest eða öll kirkjuleg blöð dönsk, þá veita þau ekki nema hálfa þekkingu. Það er að vísu nauðsynlegt að þekkja kenningarnar og fræðivitið má afla sér nokkurn veginu af blöðum og bókum, en þó er mest um vert að sjá, hvernig framkvæmdirnar eru og að kynuast safnaðarlííin«, til þess að geta metið gildi hvei'rar stefnu, og í því efni vil ég helst sjá alt með eigin augum áður en ég mynda mér ákveðna skoðuu. Eg hefi þegar rekið mig á, að óg hefi að ýmsu leyti haft rangar hugmyndir um heimatrúboðið dauska. Mig hefir ekki skort færi á að kynnast því síðan ég kom hingað, því að hér i grendinni ber láiigmest á því og allir þeir prestar, sem ég hefi kynst hér nánar, fylgja þeirri stefuu, að einum undantoknum. Mér er fullkunnugt um, að heimatrú- boðsstefnau á sór ekki marga vini meðal lauda minua, og er það eðli- legt þegar þess er gætt, að „þekking" flestra þeirra, að því er haua snertir, er bygð á því, sem dönsk saurblöð og vantrúarmálgögn hafa um hana sagt. Heimatrúboðið ber merkið hátt, gerir miklar kröfur til manna og þekkir enga „vatnsgrautar-miskunnsemi" gagnvart hálfvelgj- uuni, vautrúnni og siðspillingunni; en slikt hefir aldrei átt vinsældum að fagna hér í liQÍmi, Auðvitað er stefna þessi ekki gallalaus íremur

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.