Verði ljós - 01.07.1901, Qupperneq 2

Verði ljós - 01.07.1901, Qupperneq 2
98 á himnum, fóru út um allan heim til þess að boða fagnaðarerindið um hann (Gjörð. post. 8, 4; Róm. 10, 16. 18; Kól. 1, 23). Hinn máttkasti þeirra allra lýsti yfir þvi, að haun kostaði kapps um það öllu fremur, að boða Krist þeim þjóðum, er eigi höfðu heyrt hans getið (Róm. 15, 20. 21). Og áhrifum Jesú var eigi lokið með guðmóði hinua fyrstu tíma. Mennirnir hafa kynslóð eftir kynslóð reynt að gera sér grein fyrir þessum dæmalausu áhrifum og hafa gert það með ýmsu móti. Áhrifin hafa komið fram á mismunandi hátt, eftir því sem tímarnir breyttust, en hinn lifaudi Kristur er og var og verður hinn sami; liann hefir að eins vaxið og orðið meiri i áliti mannkynsins, eftir því sem skilningur þeirra á honum jókst og þeir tileinkuðu sér hann betur. Hann er hinn sami í gær og í dag og að eilífu. Ekkert hefir unnið bug á honum. Napóleon sagði eitt sinn: „Evangelíið hefir í sér fólginn hulinn kraft, yl, sem gagntekur hjarta maunsins, svo að það klökknar -----— evangelíið er ekki bók; það er lifandi vera, sem liefir slíkan kraft, að hann brýtur allan mótþróa á bak aftur“. Jesús er höfundur nálega alls þess, sem mikilfenglegt er og gott í mannlifinu; að minsta kosti hefir það orðið fyrir þeim áhrifum frá honum, að kalla má hann frumkvöðul þess. „Hinn afarmikli kærleiki til annara inanna, er lianu vakti, er leyndardómurinn og hið endur- nýjandi og hreinsandi afl í allri menning, öllum framforum“ (Kidd: Social Evolution). JPað er með öllu áreiðaulegt, að hann einn hefir keut mönnunuin auðmýkt. „Látið sama lunderni vera í yður, sem var í Jesú Kristi, sem, þó haun væri í guðs mynd, miklaðist ekki a'f því, að hann var guði líkur, heldur minkaði sjálfan sig, tók á sig þjóus mynd, varð mönnum likur og að útvortis hætti sem inaður. Hanu lítillækkaði sig sjálfau og var hlýðinn alt fram í dauðann, já, fram í dauðaun á kross- inum“ (Fil. 2, 5—8). Og liann hefir keut mönnum k æ r 1 e i k a. Af kærleika koin hann ofan á jörðina; kærleiki guðs birtist fyrir hann og í honum (Jóh. 3, 16). „Á þessum þremur árum vann Jesús meira að endurfæðing og íúllkomnuu mannkynsius en ranusókuir allra heim- spekinga og áminningar allra siðameistara liafa getað til vegar komið“ (Lecky). Síðasta skipun hans var liróp kærleikaus: . . . „að þér elskið hver annan, eins og ég hefi elskað yður“ (Jóh. 13, 34. 35). „Hann, sem steig niður af himni til lægingar á krossi, opnaði kærleiks- og meðaumkvunarlind i brjósti hins endurfædda manns“. Hanu hefir kent mönnunum hroinleika og elsku til náungans, og eru það ávextir af elskunni til guðs. í Róinariki voru það áhrif hans, er stöðvuðu hina grimmilegu og blóðugu sjónleika. Í lians nafni gjörði Teleinach- us enda á blóðsúthellingum skylmingamannanna. Svo hátt settu læri- sveinar lians t.akmarkið, að þeir vildu ekki leyfa að neitt óhreint væri einu siuni nefnt á nafu (Ef. 5,3). Fyrir álirif h an s koniust bandingjar, fallnar

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.