Verði ljós - 01.07.1901, Blaðsíða 8

Verði ljós - 01.07.1901, Blaðsíða 8
104 anna i fari hennar, en ausi einhver útlendingur, sem litið sem ekkert þekkir andlega hagi vora, )>vi hóli yfir oss, sem liver maður getur sagt sór sjátlfhr, að só óverðskuldað moð ollu, þá or hann kallaður „íslands- vinuriun jnikli“. Þessa alíslenzka hugsuuarrugliugs sjást svo að segja daglega merki og það má mikið vera, ef hann lætur ekki bóla á sór einhversstaðar, þegar tekið verður að ræða erindi ]>að, sem hór liggur fyrir. Því að lýsingin, sem hér er gefin á alþýðumentuu vorri, er eigi glæsileg, — síður en svo. Hafi Páll amtmaður Briein þótt taka fulldjúpt í árinni í ritgerð sinni um alþýðumentuniua í síðasta ársbindi „Lögfræð- ings“, þá mun það ekki þykja síður gjört hér. En hvað sem því líð- ur -— lýsing sú á alþýðumentun vorri, sem liór er gefin er 'þess eðlis, að hún grípur oss með sannfæringarvaldi, sá sem hana les hlýtur að játa, að í öllum höfuðatriðunum séþað, semþar er sagt, satt og rótt. Um einstök atriði ma auðvitað ávalt þrátta og draga úr sönnunargildi ein- stakra dæma, sem tilfærð eru, en mergurinn málsins haggast eigi við það. Höf. fullyrðir og leiðir rök að því, að ástandið sé óþolandi eins og það er. Kennaraleysið, skólaleysið, umsjónarleysið með þessum skóluin og kennurum, sem vér höfum, sé alt jafn óþolaudi og ekki til að una við lengur. Pyrst minnist höf. á kennaraleysið. Einhverjum kann nú að þykja það undarlegt i meira lagi að tala um kenuaraleysi á íslandi, þar sem hér eru nú alt að því 180 sveitakeunarar auk kennara í kaup- stöðum og sjávarþorpum. Eu þó er þetta ekki ofsagt, svo framarlega sem allan þorra þessara kennara vantar megiuskilyrðið fyrir því að geta kent. En einmitt þetta er meinið. Allur þorri þeirra mauna, sem liér á laudi er settur til að menta æskulýðinn, er sjálfur mentunarlaus. Þetta er ekki sagt til þess að óvirða kennaralýðiun íslenzka, því að haun getur ekki að því gert, það er þjóðinni sjálfri að keuna, að vér eigum ekki mentaða kennara, því að fyrir sinnuleysi hennar vantar hór enn að mestu leyti stofnun til þess að menta kennaraefnin. Sama fjárveit- ingarvaldið, sem á síðasta alþingi veitti 11 þúsuud kr. íil alþýðument- unarinnar, hefir til þessa verið ófáanlegt til að gera svo úr garði þanu skólann, sem sjálfkjörinn má telja til að vera kennaraskóla fyrir alt landið, að liann hafi enu sem koinið er getað gert mentun kennaralýðs- ius að liöfuðviðfangsefni 'sínu. £>að er Elensborgarskóliun, sem hér er átt við. Hann hefir fundið svo litla náð i augum íjárveitingarvaldsins íslenzka, að það eiginlega gegnir furðu, að skólastjórinn skuli ekki fyr- ir löngu liafa lagt árar í bát og steinhætt að hugsa um mentun kenu- aralýðsins. En hann hefir ekki gefist upp, og fyrir frábæran dugnað skólastjórans er nú svo komið, að kennaraefni vor geta þó fengið þar vetrarlanga tilsögn. En fullnægjandi er það þó ekki, sérstaklega þar

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.