Verði ljós - 01.07.1901, Blaðsíða 13

Verði ljós - 01.07.1901, Blaðsíða 13
109 kveðnir ræðutextar og bænaeí’ninu nkipað nánar niður. Viðasfc livar, sein ég þekki til, var þessu vel fylgt. Hér i sókn var troðfult trúboðs- húsið bvert einasta kveld. I byrjuu hverrar samkomu var haldinn einn eða tveir ræðustúfar, aðallega til að útskýra efnið og fræða menn um hag þess eða þeirra, sem biðja skyldi fyrir ; því næst fluttu ýmsir viðstaddir bænir. Sainkomurnar stóðu venjulega frá kl. 6—81/., e. h. Sóknarpresturinn hér þurfti að sjá um þessar samkonmr í báðum sókn- uin sínum, svo að það varð mitt hlutskifti að hjálpa honum dálítið. JÞá á ég enn eftir að minuast á „trúboðsvikurnar" (Missions- uger), sem heimatrúboðið danska hefir tekið eftir enskutalandi mönnum. Hær eru raunar hvergi nærri í hverri sókn og ekki oftar en einu sinni á ári eða annaðhvort, ár, þar sem þær eru haldnar. Hlutaðeigendur geta sjálfir ákveðið hvenær og hve lengi „vikan“ varir, og eru þess dæmi, að hún hefir orðið að 14 dögum ; er þá prédikað daglega eða jafnvel tvisvar á dag í trúboðshúsinu eða kirkjuuni. Hér í prestakall- inu stóð vikan í 10 daga og var oftast samtímis prédiliað í báðum sóknunum og komu til þess 5 prestar og 9 heimatrúboðar annarsstaðar að. 1 Nörre Nissuin var „vikan“ í viku, en þar var líka prédikað tvisvar á dag, kl. 2 í kirkjunni og kl. 6 í trúboðshúsiuu. Eg var þar einu dag þá viku. Kirkjan var rétt full, en þó var miklu fleira í trú- boðshúsinu um kveldið. Það var líka læknir, sem talaði um kveldið, dr. Busch, bróðir prestsins, sem nefndur er hér að framan. Hann hafði lofað að segja frá trúboði kristinna lækna meðal heiðingjanna. En þegar haun kom upp í ræðustólinn, hóf hann ræðu sina á þessa leið: „t svo miklum mannfjölda hljóta að vera einhverjir, liklega margir, sem fremur þarfnast annars eu fræðast af mér um læknatrúboðið11. Svo hélt liann góða prédikun í 3/_, tima, og þar á eftir fór hann að tala um læknatrúboðið. Hann sagði mér frá þvi fyrstur manna, að hér i Dan- mörku hafa um 25 trúaðir læknar bundist samtökuin um aðsendauugau lækni inuan skamms héðan úr -landi til heiðingjatrúboðs. Misjafnir eru dómar manna um trúboðsvikurnar, og víst er umþað, að að eins þar, sem alt er dautt og visið, er engin hætta á neinum of- vexti, en ég mun síðar víkja að því nánar. Auk funda þeirra, sem ég hefi þegar talað um, má geta þess, að ýms félög, er kenna sig við heimatrúboð, t. d. félag lieimatrúboðauna, félög trúaðra kennara o. s. frv., halda við og við félagsfundi, sem oftast eru opnir almenningi fyrri hluta fundartímans. Þá eru og prestafuudir hér alltíðir og hefjast oftast með guðsþjónustu og altarisgöngu, þar sem allir eru eðlilega velkomnir. Siðari hluta dags eru svo umræður á heimili þess prests, sem funduriun er hjá í það skifti, en þar eru ekki aðrir en .prestar og konur þeirra, já, og svo hefi ég verið boðinn til fimm slikra funda i þremur prestafélögum. Umræðuefni á þessum fund- um voru: Vertu sannur gagnvart söfnuði þinum, biblíuþýðingaruar

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.