Verði ljós - 01.01.1903, Blaðsíða 14
10
VERÐI L.TÓS!
síðustu áramót, eu hefir síðau komið út sem fylgiblað „Sameiningariunar11
undir ritstjórn sóra Steingr. N. Þorlákssonar.
Af' prestum liafa látist á liðnu ári þrír, þeir séra Jón Stefánsson á
Lundarbrekku, séra Pétur Guðmundsson uppgjafaprestur úr Grímsey
og séra Þorkell Bjarnason uppgjafaprestur frá Reynivöllum; fjórir liafa
fengið lausn: séra Lái-us Benediktsson í Selárdal, séra Tómas Björnsson
frá Barði, sóra Ólafur Ólafssou frá Aruarbæli og séra Jón St. TPorláks-
son frá Tjörn, og einn vikið burt frá embætti sinu umtalslaust (séra
Einar Vigfússon frá Desjarinýri).
I íslenzku frisöfnuðunum gerðist það sögulegast á liðna árinu, að
frísöfnuðurinn í Reykjavík hefir komið sér upp mjög svo álitlegu kirkju-
húsi, og að sögn í alla staði hinu vandaðasta. En jafnframt því heiir
sami söfnuður sagt skilið við prest sinn, sóra Lárus Halldórsson, og
valið sér uýjan prest, séra Ólaf frá Arnarbæli, og þegar sótt um kon-
ungsstaðfesting fyrir haun, sem vafalaust fæst innan skamms. Ótrúlegt
hefði það vafalaust þótt, ef eiuhver hefði spáð því um það leyti sem
söfnuður þessi var að komast á laggirnar, að innau þriggja ára mundi
söfnuðurinn vera búiun að fá nóg af presti sínum og eiginlega stofn-
anda, — sjálfum höfuðpostula fríkirkjuhugmyndarinnar hér á landi!
Á eriudsrekum útlendra sérfrúarflokka, som hér á landi dvelja,hef-
ir borið næsta lítið á næst.liðnu ári. Þeir fara sér allir fremur hægfc
og verður sem betur fer lítið ágengt. Aðventistatrúhoðinn, sem nú
dvelur á Seyðisfirði, virðist nú allur genginn upp f prentara- og bók-
salastarf sitt, en hafa trúboðið í hjáverkum. Eftirtektavert er það, að
það íslenzka hlaðið, sem öðrum fremur hefir gorst málgagn vantrúar-
iunar hór á laudi, útgengur frá prentsmiðju aðventistans.
Annars hefir freniur lítið borið á árásum á kristindóm og kirkju í
blöðum vorum á liðna áriuu, nema þessu austfirzka málgagni. Þar
hefir sóra Mattías veifað merlci únítara-trúariunar allvasklega og lætur
nú engan lengur vera í efa um, hvar liann á heima í trúarlegu tilliti.
Igekking og hógvoerð.
Svar til „Samieningarinnar'1.
I ritdómi þeim, er eg ritaði um síðasta árgang „Aldamóta11 í júní-
blaði „Vorði ljóss“, leyfði ég mór með örfáum orðum og mestu hóg-
værð, að því er mér finst, að leiðrétta ummæli síra Jóns Bjarnasonar
um ritstjóra Isafoldar út af Kristnitökuriti dr. phil. Bjarnar M. Olsens
rectors. Eg tók það upp hjá sjálfúm mér að öllu leyti, af því að mór
var kunnugra um það flestum mönnum fremur, að hér var farið með
rangt mál; hr. E. H., sem þá var meðritstjóri ísafoldar, hafði sem sé
sjálfur beðið mig að rita ritdóm um kristnitökuritið og átti sá ritdóm-