Verði ljós - 01.05.1904, Qupperneq 9

Verði ljós - 01.05.1904, Qupperneq 9
VERÐI LJÓS! 73 um eru öllum auðskildar, hvernig þessum samböndum horfir við. Rann- sóknirnar nýju á biblíunni eru því ritíræðilegar í eigiulegasta skilningi, enn hvorki trúfræðilegar nó guðfræðilegar. Að þessi ritfræðilega sund- urliðun geti snert trúfræði og guðfræði Gamla Test. þegar svo vill til, er ofur eðlilegt. Séra Jón gerir sér aldrei glöggva grein fyrir þessu, en heldur að bibliu-rannsóknirnar hljóti að koma glundroða á trúarlíf mauna o: á guðstrú kristins mannfólags. Fær maður glögglega skilið á öllu, sem hann ritar um rannsóknirnar, að hann grunar þær um að vera runnar úr lindum óvildar við biblíuna og að áhrif þeirra hljóti að verða, að dreifa eitri þessara linda inu í lífskjarna kristninnar. Hér ber að hinum sama bruuni sem ávalt ber, þá er menn gleyma, að liða í sund- ur það mál sem um ræðir: skyldu og óskyldu er ruglað saman: Trú á kirkjuúrskurð, innblásturinn, er gerð að trú á guð. Innblásturinu er látinn taka ekki einungis til þeirra höfunda, sem rituðu fyrst. þær bækur og bróf, sem gyðingar og kristnir menn hafa úrskurðað, að sé innblásin (kanonisk, trúarreglu-) rit í hvorum sáttmála um sig, heldur og til hins mikla herskara afskrifara, sem eftirletruðu þau, öld eftir öld; og er þetta því undarlegra er þess er gætt, að ekki eitt eiuasta blað bibiiunnar er til i frnmriti og að texta nýja testamentisins greinir á, á mýmörgum slöðum, en texti gatnla testamentisins er á sumum stöð- urn svo ruglaður, að enginn lifandi maður veit, með vissu, hvernig hann skuli þýddur eða skilinn. Nú er og enn eitt undarlegt. Séra Jóu veit, að allur biblíulærður heimur er á það sáttur, að hinn endurskoðaði text.i nýja testamentisins eftir þá biskup Westcott og próf. Hort sýni rit þess i mynd, eins náskyldri frumfrágangi þeirra eins og nú er kost- ur á að gera því máli skil. í formálanum fyrir fyrstu útgáfunni gerðu þeir grein fyrir þeini grundvallarreglum, sem þeir höfðu sett sér, um meðferð mismunandi málsgreina. Megiti reglan var sú, að beita hér hinni sömu meðferð við textann eins og beitt væri við útgáfur texta af liverju öðru merku (klassisku) fornriti; sór í lagi, að láta aldur handrits, að öðrum kostum þess aðgættum, skera úr ágreiningi lesmáta. Það er alkunnugt, að biskupinn og prófessórinn tóku þetta svo skýrt fram, ti^ þess að gefa til kynna, að iunblásturs kenninguna hefðu þeir als ekki getað tekið til greina. Niðurstaðan varð, að texta nýja testamentisins var breytt á afarmörgum stöðum, og að burt úr honum var vísað ýmsu, er hin sögulega útgáfu-aðferð sannaði, að þar ætti ekki heima. Nú veit ég ekki betur en að séra Jón fylgist. með öllum liinum lærða lieimi í því, að álíta þenna texta hinn bezta, sem til er af nýja testamentinu. t>ó voru textinn eða textarnir, sem þar á undan gengu í kirkjunum inn- blásnir. En hvor textinn er nú innblásinn ? JÞessu verður sóra Jón að svara hispurslaust. Leiði hann það hjá sér, er hætt við að menn gruni, að honum sé eigi sú alvara sem hann lætur. Enginn skyldi amast við séra Jóni fyrir það, að halda fast við

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.