Verði ljós - 01.05.1904, Blaðsíða 2
66
VERÐI LJÓS!
haldinn á prestafundi á Akureyri 9. júlí 1903.
Eftir séra Davið Guðmundsson á Hofi i Hörgárdal.
ér er sárt um trú mína, ég segi það einsog ])að er, trú
nnna á guð föður, son og heilagan anda, samlífi mitt við
guð, sem ég lifi á dag hvern einsog fœðunni, til þess að
halda við heilsu og lífi. Eg er skírður til trúarinnar á
þríeinan guð, og svo erum vér allir; inn í kristinna manna félag,
inn í samfélag guðs bai'na erum vér allir teknir á þann hátt, að
guð gefur oss sig svosemföður, svo sem frelsara,svo sem fræðara
og huggara, svo að vér höfum af öllu nóg til líkama og sálar fyrir
þetta líf og hið tilkomanda, ef vér viljum þiggja gjöfma og í henni
og af henni lifa, þegar vér komumst til vits og ára. — Ekki svo
að skilja, að ég skilji, hvernig guð er þríeinn. En ég meðtek
þennan leyndardóm, sem birt hefir sig í yfirnáttúrlegri kærleiks-
opinberun, með þakklátri tilbeiðslu. Mér virðist og sá mætti heimsk-
ur vera. sem hugsaði sér að geta kannað til fulls djúp guðlegr-
ar veru.
Á gjöfina brestur ekkert af guðs hendi; um ])að munu þeir
allir vitni bera, sem viljað hafa einlæglega tileinka sér gjöfina. En
jafnframt munu þeir kannast við brest sinn í því, að þiggja hina
dýru gjöf réttilega. Mér þykir fleira í metum bafandi en það, sem
mér var veitt að gjöf i skírn minni; ])að teygir mig frá gjöfinni
góðu og togar n)ig að sér. Eg dregst í ýmsar áttir, stundum að
guði, stundum frá guði, stundum að perlunni dýru, stundum að
því, er ég ætti að farga og láta fyrir dýru perluna. Eg er veikur,
veðurbarinn reyr, sem veit og finn, að ekkert og enginn getur
bjálpað mér og bjargað annar en guð sjálfur, hann sem erí veik-
um máttugur.
Því er mér sárt um trú mína, um þá trú, sem ég er skírður
til og uppfræddur i, hefi staðið á einsog grundvelli, þó að mörg
hafi misstigin orðið, bygt ofan á mitt Iíf og líf þeirra, sem ég hefi
haft þjónustu hjá — og vil deyja upp á. Mér er sárt um trú mína
á þríeinan guð, og ég þykist í því efni vita, að ég eigi sammerkt
við yður, kæru bræður. En smámsaman eru að heyrast raddir
frá löndum vorum, sem vilja raska þessari trú og rýra hana, svo
að hún fullnægir ekki sálarþörf minni og meðbræðra minna svo