Verði ljós - 01.05.1904, Síða 5
VERÐI LJÓS!
69
en þetta á ckki að skiljast eftir orðunum. Vér erum þeir, sem
höfum á því hinn rétta andlega skilning; eftir þeim skilningi er hann
að eins maður, og í því efni berum vér fyrir oss Pál postula, því
hann hefir einmitt þann rétta skilning á Kristi, þegar hann er
rétt skilinn.
Hvað segir ])á Páll um guðdóm Krists? Idann segir svo Kól.
1, 16: „I honum voru allir hlutir skapaðir á himni og jörðu, ])að
sen) sézt og það sem ekki sézt; allir hlutir hafa verið skapaðir fyrir
hann og til hans, og í honum eru allir hlutir fólgniru. Filip. 2,6:
„Sem, þó hann væri í guðs mynd, mat það ekki herfang, að hann
var guði jafn“. I 1. Kor. 8, 6 eignar postulinn Kristi i fyrir-
tilverunni sköpun alls. „Vér höfum ekki nema einn guð föð-
urinn, frá hverjum allir hlutir eru og vér til hans, og einn drottin
Jesúm Krist, fyrir hvern allir hlutir eru og vér fyrir hann“. Mundi
hann hafa eignað skapaðri veru sköpun heimsins?“ I 1. Kor. 10.
4 segir postulinn, að Kristur sé sá, er hafi verið leiðtogi og fræð-
ari Israelslýðs á ferðinni um eyðimörkina, sá, er hafi svalað lýðn-
um og satt hann: „Kletturinn (eða hellan) var Kristur". Eða
hvað segjum vér nm Róm. 9, 5: „Kristur er af feðrunum að hold-
inu til, hann sem er yfir öllu guð blessaður um aldir“, og „fyrir
honum skulu öll kné beygja sig og hver tunga játa, að Jesús
Kristur er droltinn, guði föður lil dýrðar“, segir Páll á öðrum stað
(Filip. 2,9.—11.) Væri ekki ofdirfð, að fara slíkum orðum um nokk-
urn mann, og er þá ekki Páll samdóma guðspjallamönnunum um
guðdóm Krists?
Til guðs verður ekki komist með neinu jarðnesku skynjunar-
færi, en hann hefir opinberað sig mönnunum i syninum, og er
hann því einnar og sömu veru og faðirinn. Það er gefið til kynna
með því, að kalla hann „orðið“, „orð lifsins“ (Jóh. 1. 1 Jóh. 1.),
„orð guðs“ (öpinb 9, 18), „ímynd hins ósýnilega guðs“, segir
Páll (Kól. 1, 15.), „Ijómi guðs dýrðar og eftirmynd veru hans“
(Hebr. 1. 3.) — En svo er hann með berum oröum nefndur guð
og sagt, að hann sé fæddur i eilífðinni, þar sem alt hið endan-
lega sé skapað og orðið til i tímanum. „Hann er frumgetningur
alls þess skapaða“ þ. e. fæddur áður en alt var skapað. Svo segir
Páll Kól. 1, 15. Oss hefir guð tekið sér fyrir börn, en Kristur
er á sérstæðan, beinan hátt sonur föðursins, og af þvi að hann er
i þeirri sérstæðu sonarstöðu, komast allir aðrir í sonarstöðu hjá
Guði. Hann er nefndur Guðs e igin n eða einkasonur. (Róm. 8, 32.),
sem euginn annar er nefndur, og eingetinn sonur (hjá Jóh. vtða).