Verði ljós - 01.05.1904, Side 10
74
VERÐI LJÓS!
þá trú, sem hann fiunur að veitir sál síhdí frið og huggun, og kenni-
mensku sinni segulbeina leiðsögu. Enginn má taka til þess þó hann
ráði söfnuði sínura að bjarga öndu sinni á hinu sama lífseldi trúar,
sem bann finnur að sér verði bezt af sjúltum. En það má heimta af
honum, að hann geri bæði sjálfum sér og öðrum glöggva greiu fyrir þvi,
hvað trú á innblástri er, og hvað innblástur er, í sjálfu sér. Á þessu
virðist mér séra Jóni ríða svo mikið, að, meðan hann lætur þetta ógert,
og talar að eins um hinn Innblásandi Anda eins og einhvern Redac-
teur en chef biblíunnar, þá geti enginn orðið á þvi klókur, hverju
hann trúir, hvað haun kennir: hvort hann telur, að iunblásturinn hafi
verið veittur höfundum bókanna eiuum, eða hafi verið kraftaverk sem
andiun fram eftir líðandi öldum gerði stöðugt til þess að vernda „guðs
eigið orð“ gegn allri albökun af hendi mannlegrar villugirni. Eu um
fram alt má heimta það af séra Jóni, að hann láti fyrirberast, að væna
þá um að spilla trúareldi sínu, sem leysa það efnafræðilega, o: vísinda-
lega, sundur, og segja til þess, hvað sanna má að i þvi sé af eiginlegu
trúareldistægi, og hvað í því sé ekki aí því tægi. JÞað má heimta það;
að hann rugli ekki saman „bib 1 íuhatri“ og sannleiksást. Biblíuhatri!
Þegar inenn sökkva sér niður í rannsókn einhvers efnis til þess, að
leita sönnunar fyrir sannleikanum í því — er það nokkurn tíma gjört
af hatri við efnið? Það kann að vera. að aðrir viti betur en ég, að
greiða þessari spurningu svar, en ég fæ eigi svarað heuni nema með
þveru Neii. Enginn, sem sannleikans leitar, getur leitað hans af annari
livöt eu lönguninni að finna hann (í því ef'ni er hann felst í). Þetta er
ekki ferð af fjandskap gjörð, því að sannleikurinn á engan fjaudmann,
nema lygarann; en haun fer sannleikans aldrei á vit. Ferðin, bibliu-
rannsóknin nýja, er af bibliuást orðin, en niðurstaðan stefnir að því, að
ranga við skilningi á innblásturs kenningunni inn á braut heilbrigðrar
skynsemi. Þet.ta geta menn, sem unna innblásturs kenniuguuni hugást-
um, kallað innblásturs hatur, en þeir hafa euga heimild til þess, að
kalla það biblíuhatur, aðraen heimild hugsunar-ruglsins. Þeir geta
gert þetta, ef þeir geta sýnt og sannað af guðs- eða öðru orði, að það
sé haturs verk við nokkurt annað efni, að sannleikur eins efnis, sá
er í því felst sjálfu, eða í samböndum þess við líðandi tíðir, er leystur
úr vöfum og leiddur í ljós. Og með öllum rétti geta þeir það, ef þeir
fá sýnt og sannað, að það, sem biblíurantisóknin telur saunleik, sé al3
ekki sannleikur. En til þess þarf meiri þekkingu á umtalsefninn en
séra Jón á ráð á. En það er ekkert nýtt, að ráðríkir kirkjumenn skipi
fáfræði til hærra sætis en djúpsettum lærdómi og heilbrigðri skyusemi,
er þeim þykir hvorttveggja fara í bága við samþyktir og setninga
kirkjnnnar; ekkert nýtt heldur, að þeir liræði ófróðan safnaðarlýð með
því, að gera úr slíkum lærdómi þá Grýlu, sem hanu ekki er; og eru
sanuleika-brennur kristinnar kirkju, því er tniður, of margar og of vel