Verði ljós - 01.05.1904, Qupperneq 12
76
VERÐI LJÓS!
ranusóknar? Er biblían sú eina, af öllum bókum, er eigi má
segja það um, sem satt er?!
Satt er það, og kunuugra en svo, að þörf só að lengja mál með
dæmum og sönnuuum, að Rómkaþólskir menn hafa hvað eftir annað
barist í hræðslunnar fáti gegn þvi, að rit fölsuð páfadæminu til frama
yrði rannsökuð hlutdrægnislaust. Mennirnir þóttust vita með vissu,
fyrirfram, að, yrðu þau þannig rannsökuð, þá mundi sauuleikurinn lcoma
upp, falsið verða heyrum kunnugt, og trúin á umboðsdæmi Krists í
Róm verða fyrir skemdum. Hér átti hræðslan við; enda hafa og
margar falsanir sannast á hendur páfamönnum og páfadómstrúin beðið
inargt ógagn af slíkum sönnunum. En hvers vegna? Af þvi, að fals-
anirnar fóru með svik af ásettu ráði. Að öllum jafuaði amast
menn við því, að satt só sagt um uppruua og örlög rita, af því, að þeir
eru hræddir við að í efni þeirra (innihaldiuu) sé of margt af falstoga
spunnið til þess að almenuingur festi trú á því (innihaldiuu), þá, er hið
sanna kemur upp.
Þetta tekur ekki til biblíunnar. Þar er enginn höfundur af ásettu
ráði að svíkja menn til að trúa þvi, sem liann sjálfur veit að er, eða
grunar að só, fölsun. Bíbliau er ritsafn frá ýmsum öldum; höfundarnir
eru misjafnlega ritfærir, eins og rithöfundar alment gerast; en eitt er
þeim öllum sameigið: verinandi andi trúar á einn guð, sem þeir reyua að
miðla mönnum út i frá eftir efnum og sem stundum verður að bál-
heitum loga. Hér er ekkert fals í leik; heldur hreiuskiliu barnsleg
guðsþrá, sem grúfir sig bængrátin að lijarta drottins og heldur sér þar
dauðahaldi ódauðlegrar vonar. Að audi guðs sé með anda þessara
hrópara á syndarinnar víðu öræfum, þó að þá misminui sögulega við-
burði, eða þeim misleggist hendur í meðferð íornra heimildarrita, eða
verði á öldum skildir, að verða ósamstæðir hver við aunan — hver
neitar því, hvar hefir biblíuraunsóknin neitað því? — Eins og það só
ekki tvent, alsendis óskylt, að vera guðinnblásinn, brennandi trúmaður,
og að vera rithöfundur; eins og ekki sé mismunur á náðargáfum, þó
einn sé andinu (1. Kor. 12. 4.). — Hvað, er það ekki skugginu í Hfinu
og náttúrunni, sem hjálpar oss mest og bezt til þess, að una fegurð og
yndi ljóssins? Væri enginn skuggi, þá hyrfi utiaðurinn af ljósinu, og
sólin skini yfir skáld heimsins lofkvæðalaus röðull.
Og hverju hefir inublásturs kenniugin orkað þar, sem ríki hennar
hefir staðið traustast stútt — í róinversku og grisku kirkjuuui? — þeim
trúardoða, sem er Kains-merki þessara lcirkna.
í liinu stórkostlega lifs- og dauða- myndaverki, biblíutini, er það
skuggadýpi jarðar og hálýsi himins, sem gert hefir, og gerir hana að
bók mannkytisins; þar eiga innblásturs-kenning og bibhurannsókn jafn-