Verði ljós - 01.06.1904, Blaðsíða 12

Verði ljós - 01.06.1904, Blaðsíða 12
92 VERÐI LJÓS! spámannlega orð: „Ég trúði, þess vegna talaði ég“ (2 Kor. 4, 13) er sannleiki í lífi postulans, jafn víst er á hinn bóginn, að þar er ekkert ó- melt; liann nemur aldrei staðar við yíirborðið. En í sambandi við þessa þrá postulans, eftir að gjöra sér í öllu sem fylsta grein fyrir eðli lífs- skoðunar sinnar, stendur hiu rökfiinilega meðferð eínisins, sem er eitt aí höfuðeinkennum framsetningariunar hjá Páli. Hann sundurliðar hug- myndirnar lið fyrir lið, gjörskoðar þær nákvæmlega frá öllum hliðum, rökstyður hverja einstaka hugsun og leitast við að tryggja haua sem bezt gegn hverskonar mótbárum og vefengingum, misskilningi, rangfærslu o. s. frv. Hann er jafn rökfimur til sóknar sem varnar; enginu fær að staðið bonum snúning. En svo mikil) sem rökfimi postulaus er, fær þó aldrei dulist, að bak við orðin stendur lifandi persóna, afar-tilfinn- ingarík, maður, sem brennur jafnt af vandlætingu vegna máleínis drott- ins og af kærleiksríkri umönnun íyrir andlegum þrifum og vexti safn- aðanna. Alstaðar leggur hjartayl bréfritarans af orðum hans. Bréf postulans eru eins og hann sjálfur. Þar er siðferðileg alvara, en sam- fara djúpri trúardjörfung; þar er heilög reiði, en samfara brennandi kærleika; þar er strangdæmi, en samfara mildi; þar er hirting, en sam- fara bróðurlegri meðaumkvun; þar er nístandi sársauki, en samfara inni- legri gleði í drottni; þar er djúp hrygð, en ávalt samfara lifandi von. Og loks má nefna sem þriðja höfuðeinkenui rithöfundsskapar Páls hinu næma skilning hans á lífssögu mannanna og hinum ríkjandi hugsuuum sögunnar, og hina djúpu sálfræðilegu þekkiugu hans. Hversu þekkirhann mannshjartað með öllum þess afar-margvíslegu hræringum og tilfinningura, óskum og eftirlöngunum, — hversu þekkir hann út i æsar instu afkima sálarlífsins með öllu fýsnum þess og tilhueigingum, — og hversu þekk- ir hann lífið með allri þess baráttu og stríði og öllum þess margvíslegu umskiftum, gleði og sorgum, meðlæti og mótlæti, sigurvinniugum og ó- sigrum! Þessa hæfileika, sem enginn þarf fremur á að halda en sá, er trúboð rekur, hefir enginn maður liaft til að bera á hærra stigi en Páll. Eyrir því verða áminningar haus og fyrirmæli í bréfunum svo oft að saunnefndnm spakmælum, þrungnum af sannkristilegum vísdómi og hyggindum. En þrátt fyrir alt þetta verður þó engan veginn sagt, að þar só um fyrirmyndar-rithátt að ræða, sem ritháttur postulans er. Það er ekki hinn hárrétti og nákvæmi ritkáttur liinua „klassisku11 rithöfuuda fornald- arinnar. Orðgnóttin samsvarar ekki hinni yfirgnæfandi hugsana-auðlegð. Málið gjörir houum oft tilfinuanlega erfitt fyrir; orðfærið verður stuud- um býsna stirt og þunglamalegt, svo að orð hans geta orðið æði þuug- skilin og oft er erfitt að festa liendur á hinni réttu hugsun þeirra*. Til þessa *) Jafnvol í nýja testamentinu sjálfu heyrist yfir þvi kvartað, að „sumt só þungskilið" í brófum Páls, svo að „fáfróðir menn og staðfestulausir11 rang- snúi „þvi sjálfum sér til glötunar“ (H Pót. 3, 16).

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.