Verði ljós - 01.06.1904, Blaðsíða 14

Verði ljós - 01.06.1904, Blaðsíða 14
VERÐI LJÓS! Ö4 hans eítir því sem lif lians líður fram, ber upp fyrir hann spuruingarn- ar og knýr hann til að sökkva sér niður í íhugun þeirra. Hinum trú- arlega þróuuarferil postulaus frá þeirri stundu, er fyrst birti í sálu hans við það, að augu hans opDast fyrir þvi, að Jesús hinn krossfesti og upprisni só drottius smurði, mætti í fæstum orðum lýsa á þessa leið: í fyrstu snýst hugur postulans aðallega að hinni dýrðlegu von eilífs líís og í sambandi við hana að endurkomu drottins; því næst verður um- hugsunin um eðli þess hjálpræðis, sem vér eigum hina dýrðlegu von að þakka, efst í sálu postulans og þá jafnframt umhugsunin um meðulin til að verða þess hjálpræðis aðnjótandi; af þessu fæðist svo aftur spurn- ingin mikla um persónu frelsarans, sem hefir afrekað oss þetta hjálp- ræði, og gerir oss fyrir anda sídd hæfa til þess að erí'a hina fyrirheitnu dýrð; og loks, þá er líða tekur á lífsdaginn, fer spurniugin um framtið- arhag þessa jarðneska trúaríélagskapar, sem drottiun hefir í hendur selt þetta hjálpræði sitt til varðveizlu lianda ókomnum kynslóðum, að gera vart við sig í sálu postulans. En þessi þróunarferill postulans er mikils til hinn sarni og þróuuaríerill hins fyrsta kristna safnaðar, og getum vér auðveldlega rakið hann í bréfunum þegar þau eru skoðuð í réttri tímaröð. Af þessu leiðir, að sú aðferð ýmsra biblíufræðinga, um fram alt Túbinganna, verður með engu móti réttlætt, að taka einstakt rit eða einstakan flokk rita postulans og segja um hann: Hér er hin sanna mynd kristindómsskoðuuar Páls; þau rit, sem ekki hafa fullkomlega þessa sömu mynd að geyma, geta ekki verið samin af Páli. Slík aðferð er í fylsta máta gjörræðilega. En einmitt þetta gjörðu Túbingar: J>eir völdu úr fjögur stóru brófin, þar sem eðli hjálpræðisins í Kristi er að- alumtalsefnið og gjörðu þau að mælisnúru fyrir áreiðaDleik allra annara rita, sem postulanum voru eignuð. Og þar sem nú þessara hugmynda varð ekki vart í Þessalóníku- bréfunum, sem aðallega fást við spurning- una um endurkomu drottins, var þeim brófum hafnað, — og af því aðrar spurningar voru efst á dagskrá í hinum bréfunum, sem só spurningin um persónu frelsarans í bréfunum til Kól., Efes. og Fil. og spurningin um framtíðarhag og fyrirkomulag kirkjunnar í Hirðisbréfunum, þá var þeim öllum einnig hafnað. Hjá jafn þróunarfærum anda og Páli post- ula má enginn furða sig á því, þótt nýjar og nýjar hugmyndir komi í ljós eða guðfræðilegar skoðanir taki tiltölulega miklum stakkaskiftum eftir J)ví sem honum vex aldur og lífs- og trúarreynsla eða fyrir það kveða upp ógildingardóm yfir ritum þeim, sem flytja hiuar nýju hugmyudir eða breyttu skoðanir. Til þess að sauna þetta þarf ekki anuað en benda á hvilikum stakkaskiftum skoðun postulans á endurkomp drott- ins tekur. I fyrra Þessalóníkubrófinu leynir það sór ekki, að postulinn álítur endurkomu drottins svo nálæga, að hann telur sjálfan sig meðal þeirra, er þá muni vera á lífi (1 Þess. 4, 15. 17). í fyrra Korintubrófi er þessi von um nálægð endurkomunuar enu þá rík í brjósti honum

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.