Verði ljós - 01.06.1904, Side 5
VERÐI LJÓS!
85
(Lúk. 24, 86—43). Tómas vildi ekkt trúa nema liann fengi færi
á að láta fmgur sinn í naglaförin og leggja hönd sina á síðu hans
(Jóh. 20, 25), en þá voru líka tekin af öll tvímæli fyrir honum
um upprisu og guðdóm Jesú.
Postularnir fóru síðan út um heiminn og vitnuðu um upprisu
drottins Jesú með miklum krafti (Post. gjörn. 4, 33.). og hversu
mikinn þátt luin ætti í hjálpræði voru; að hann væri uppvakinn
oss til réttlætingar (Róm. 4, 25), að trú vor sé ónýt, ef hann sé
ekki upprisinn, og að vér mundum með honum og fyrir hann
upprísa (1. Kor. 15). Upprisan breytti sabbatsdeginum i drottins
dag, dag drottins hins upprisna.
Ovinir Jesú gerðu sitt til að sanna upprisu hans. Gröfin var
innsigluð með yfirvalds innsigli og varðmenn settir til að gæta
hennar, til þess að fyrirbyggja öll svik (Matth. 26, 62—66). En
sjálfir urðu þeir að beita svikum og lygi, þá er atburðurinn var
orðinn, til þess að þetta skyldi ekki berast út og verða tekið trú-
anlegt (Matth. 28, 11—15). Réttarrannsókn um málið forðuðust
]>eir, eins og nærri má geta.
Enn vil ég vekja á ]>ví athygli vort, bræður, hversu afartorvelt
er að samrýma ýms ummæli Jesú um sjálfan sig við þá mann-
eðlisgöfgi, sem guðdómsneitendurnir þykjast sjá í Jesú og eigna
honum, sé hann ekki guðmaður. Eftir mínum skilningi væru slík
orð ofdirfsku orð og skrum í munni hvers eins og einasta manns
annars en guðmannsins, og væru því ekki til ]>ess löguð að vekja
virðingu eða minna á fyrirtaks manneðlisgöfgi, heldur hið gagnstæða.
Hver manna gæti tekið sér í munn orð Jesú (Matth. 5, 11):
„Sælir eruð ]>ér, ]>á er menn atyrða yður og ofsækja og tala gegn
yður alt iltfyrir mínar sakir“, eða hvernig mætti öðrum eins orð-
um og þessum fara um nokkurn annan mann en guðmanninn:
„Herra, herra, höfum vér ekki með þínu nafni spáð, með þínu
nafni gert mörg kraftaverk ?“ (Mattli. 7, 22.). „Komið til mín allir
þér, sem erfiðið og eruð hlaðnir þunga, og ég mun veita yður
hvild“ (Matth. 11, 28). „Hver sem kannast við mig fyrir mönnum,
við hann mun ég einnig kannast fyrir föður minum á himnum“
(Matth. 10, 32.). „Mannsins sonur mun senda engla sína, og þeir
munu saman safna úr ríki hans öllum hneykslununum og þeim,
er ranglætið fremja“ (Matth. 13). „Mannsins sonur mun koma í
dýrð föður sins, og þá mun liann gjalda sérhverjum eftir verki
hans“ (Mattli. 16, 27). „Þér sem hafið fylgt mér, munuð í endur-
fæðingunni, þá er mannsins sonur situr í hásæti dýrðar sinnar,