Ný evangelisk smárit - 01.01.1900, Page 4

Ný evangelisk smárit - 01.01.1900, Page 4
á Og þeir verða ekki heldur varir við neina slíka löng- un hjá sér. Þeir láta sér nægja að hafa guðs orð um hönd. Kveldmáltíðar-sakramentisins þarfnast þeir ekki. Það er ekki ætlað oss, hugsa þeir; að minsta kosti ekki enn þá. Við alla þessa menn segi ég: Cfangið til guðs borðs! Kom þú eins og þú ert! Það er ekki holt fyrir þig, sem leitar guðs, að ganga ekki til guðs horðs. Jesús hefir þó innsett kveldmáltíðar-sakramentið. Hann innsetti það á al- varlegri stundu — nóttina, sem hann var svikinn. Það getur ómögulega verið holt, að þú ekki notfærir þér það, sem Jesús hefir fyrirskipað og iunsett í heilagri alvöru. — Þegar Jesús skipaði fyrir um sakramentið, tók hann hrauðið, gaf lærisveinum sinum það og mælti: „Takið og etið“. Síðan tók hanu kaleik með víni, rétti hanu að þeim og mælti: „Drekkið allir hér af. Gerið það í mína minningu“. Það getur ó- mögulega verið holt, að vilja ekki taka við því, sem Jesús hýður þér; ekki gera það, sem Jesús biður þig urn. Það leynir sér þá ekki heldur, hve óholt það er. Hvað leiðir af því, að þú gengur ekki til guðs horðs? Afleiðing þess verður sú, að þér miðar alls ekki á- fram. Þú þráir guð ; þú leitar guðs; en það vautar hina réttu alvöru og þrótt í leit þíua. Samband þitt við guð verður hvorki örugt né ákveðið samfólag; þú ert og verður óákveðinn og hikandi. Þú þarfnast kveldmáltiðar-sakramentisins til þess að líf þitt geti orðið ákveðið og þróttinikið líf í guði. En ég finn enga löngun hjá mér, — segir þú. Eða: Eg ræð inór ekki fyrir efasemdum. Eða: Eg er svo

x

Ný evangelisk smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.