Ný evangelisk smárit - 01.09.1900, Page 2

Ný evangelisk smárit - 01.09.1900, Page 2
2 Hvað átti konuugurimj að gera, er liann kom til hins fallna, synduga heims ? Átti hann að dæma heiminn og láta hann hreppa makleg málagjöld fyrir syndir sínar ? Nei, konungurinn liefir sjálfur einu siuni komist svo að orði: „Ekki er ég kominn tilþess að dæma heiminn, heldur til þess að frelsa hann“. Þegar hann kemur næst, mun hann vissulega dæma heiminn og leggja alla óvini sína að skör fóta sinna, en í þetta skifti kom hann í alt öðrum erindum. Hann kom til þess að taka á sig synd alls heimsins, friðþægja fyrir hana og afmá hana með öllu; þess vegna segir Jóhannes skírari daginn eftir að hann liafði svarað spurningum Faríseanua og Levítanna, um leið og liann bendir á Jesúm : „Sjá það guðs lamb, sem burt ber heimsins synd“. Guð varpaði á hann öllum syndum vorum. Ilami var pindur og hrjáður á allan hátt, og þó lauk liann ekki upp munni sínum. Eins og lambið, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauðkindin, þegar hún er rúin, lauk hann ekki upp munni sínum (Es. 53, 6—7). Þannig var lagður grundvöllurinn að hjálpræði voru, og blóð Jesú Krists, guðs sonar, hreinsar oss af öll- um vorurn syndum. Þetta hefir h a n n gert. Hann hefir fullkomnað verk sitt. En hvað ber oss nú að gera, til þess að verða hluthafar náðarinnar, hjálpræðisins í Kristi ? Oss ber að horfa á Jesúm, guðs lambið, sem burt ber heims- ins synd og þá einnig voi’a eigin synd. Jóbannes sá Jesúm á Jórdanarbökkum, og þá mælti hann: „S j á það guðs lamb“. Og tveimur af lærisveinum Jóliann- esar, sem degi seinna komu til Jesú og spurðu: „Meistari, livar áttu heima?“ svaraði Jesús: „Kom þú

x

Ný evangelisk smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.