Kristniboðinn - 01.05.1934, Page 5

Kristniboðinn - 01.05.1934, Page 5
KRISTNIBOÐINN 5 Samheldni trúaðra. eftir Karl Sclireiner prest i. Osló. Jóh. 17, 18—23. Eins og gefur að skilja, fann Jesús þörf á að biðja um margt, vinum sín- um, hér á jörðunni til handa. En fram- ar öllu öðru biður hann um að þeir megi varðveita einingu andans í bandi frið- arins. Jesú var, sem sé, fyllilega ljóst, hví- líkt vald hinir trúuðu mundu verða hér í heiminum, ef þeir væru samtaka í trausti og kærleika. Hann vissi að mót- stöðu-afl herliðs veltur eing'öngu á sam- tökunum, og að það verður að lúta í lægra haldi jafnskjótt og það tvístrast í minni flokka. Lærisveinar hans áttu að hertaka mennina frá guði þessa heims til handa Guði himnanna, og Jesús vissi að her- lið Satans er ávalt samtaka. I fylking- um hans ræður æfinlega undraverður agi og regla. Pað sem þá Jesús bað um og biður framvegis um sem æðsti prestur vor. er þetta: Ó, gef að allir, sem vilja heyra mér til og sem vilja gera vilja minn, séu sameinaðir í fullkomnu gagnkvæmu trausti. Lát enga tortrygni, enga öfund né dómsýki geta tvístrað þeim. Hefir nú þessi bæn Jesú uppfylst. Það getur virst svo, sem hún hafi ekki gert það. Það getur meira að segja sýnst svo, sem kirkja Krists hafi, í þessu efni, mist marks, og fjarlægst smátt og smátt það, sem var ósk Jesú og bæn. Það er ekki hægt að neita því, að hræðilega mikið vantar á að eining og samheldni ríki í kirkju Krists. Það þarf einatt svo undur lítið til þess, að menn segi skil- ið við samfélag það, er Guð hefir sett þá í, og yfirgefi það náðarborð, sem þeir þó eftir Guðs vilja tilheyra. Og hver er svo afleiðingin af allri þessari sundrung og nýmyndunum? Það er vantraust og kuldi. öll sundrung leiðir af sér mikla á- byrgð, því hún vinnur á móti Jesú í öllu hans starfi og bæn. En hver er svo aðalorsökin til allrar sundrungarinnar í kirkju Krists? Það er og verður skortur á kærleika til Krists sjálfs. Vér sjáum glögt, að meðan hinir fyrstu söfnuðir lifðu í innilegum kær- leika til Jesú og í voninni um skjóta endurkomu hans, þá var samúðin lif- andi og þróttmikil. En þegar kærleik- urinn tók að kólna í hjörtunum, þá tók samfélags-einingin meðal hinna kristnu að dvína, já, þá brast hún blátt áfram. Og því meir, sem kærleikurinn kóln- aði, þess meira vaknaði og jókst flokka,- drátturinn og með honum þráttanir og' sunarung. Kristnir menn ættu að hætta að leita síns eigin, og að unna sérskoðunum sín- um framar öllu öðru. Þess í stað ættu þeir að leita þess, sem Krists er, og' sem líklegt er til að geta áunnið mannssálir honum til handa. Allur kærleikur hér í heimi er háðui fórn og sjálfsafneitun. Sá, sem ekki vill fórna eigin löngunum sínum og' einka áhugaefnum, hann elskar ekki og getur því ekki stutt að vexti einingarinnar. Verið þess fullvissir, að ef allir kristn- ir menn meðal þjóðar vorrar væru sam- einaðir í innilegum kærleika og sam- lyndi, hefðu með einni sál, eitt í huga, þá mundum vjer sjá margar sálir laðast til Krists. Já, hið þróttmikla samfélags- líf yrði þá öflugur trúboði, voldugur vitnisburður um fagnaðarerindi Krists. S. Dr. T. Kagawa, hinn kunni, japanski kristni- boði hefir fengið eindregna beiðni um að koma til Kfna, Ástralíu og Filippseyja. Sýnir það gððan kristilegan þroska og skilning kristinna manna þessara landa. Hann fór fyrst til Fil- ippseyja og ætlaði að ferðast á milli eyjanna í flugvél. Á heimleiðinni til Japan ætlaði hann, samkvæmt beiðni kristinna manna í Kína, að heimsækja Hong kong, Kanton og Shanghai. Jóhann Hannesson kristnibods7iemi. Ýmsir kannast við Jóhann Hannesson, kristniboðsnema, frá því er hann kom hingað heim fyrir tveim árum. Hann er sonur Hannesar Gíslasonar að Stóra- Hóli í Grafningi. Veturinn 1927 kom hann hingað til Reykjavíkur í atvinnuleit, þá 17 ára að aldri. Hann var óvenju áhugasamur og námfús unglingur, með mikla menta- Iöngun, en fjárhagsástæður leyfðu hon- um ekki að afla sér mentunar, eins og gefur að skilja, þar sem hann var elzt- ur af 10 systkinum. En þó fór nú svo, að fyrir ráðstöfun Guðs og atbeina g'óðra manna, að hann komst til Noregs og' sótti þar kristilegan æskulýðsskóla veturinn 1928—29. Þar sýndi hann óvenjulegan áhuga á náminu og hafði mikla löngun til að geta haldið því áfram. Að áeggjan kennara sinna og með aðstoð þeirra sótti hann svo um inntöku í kristniboðsskóla norska kristniboðsfélagsins í Stafangn og varð einn af þeim fáu, sem fékk inn- göngu þar í það sinn. Þar hefir hann svo stundað nám síðan og lauk stúdents- prófi vorið 1933. Nú á hann eftir tveggja ára nám til að ná fullnaðarprófi frá skólanum sem kristniboði. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefir boðið Jóhanni hingað í sumar- leyfi hans til að starfa á vegum þess fyrir kristniboðsmálið hér á landi. Er hans von hingað í næsta mánuði. mömmu og fékk alt, sem hann óskaði; meðal annars átti 'hann barnabíl og rugguhest, og margvísleg leikföng önn- ur, en hjá pabba og mömmu var eng- inn Guð — og enginn himinn. Nordstad sat aleinn inni í stofu og las í bók, það var vani hans á kvöldin öðru hvoru. En að þessu sinni tókst hon- um ekki rétt vel að festa hugann við það, sem hann var að lesa. Hann hafði ■ekki áhuga á því. Hann reyndi' að hressa sig upp og knýja sig til að sökkva sér niður í lesturinn, en honum tókst það ekki. Hann gat ekki losnað við nokkur orð, sem Þórður litli hafði sag't við hann um kvöldið áður. Og' það var ekki nóg með það; hann gat heldur ekki gleymt svipn- um í björtu og hreinu barnsaugunum. Hann fann sig dæmdan er hann leit í þau og í hvert sinn er hann hugsaði um þetta. Áður en Nordstad vissi af, þá sat hann þarna og rifjaði upp fyrir sér atburð- inn frá kvöldinu áður. Hann kom inn í barnaherbergið til þess að bjóða Þórði góða nótt. »Á, ég að segja þér nokkuð fallegt, pabbi?« sagði Þórður litli. »Já, gerðu það, drengurinn minn!« Hann varð svo að lúta alveg niður að litla drengnum í rúminu. -— »Guð elskar þig, pabbi; veiztu af því?« Nordstad hnikti við. Hann svaraði einhverju, sem átti að vera sama sem já, en hann átti bágt með að svara þessu nokkru. En þó ótrú- legt væri — þá kveinkaði hann sín undan einkenni- lega heitu augnatilliti drengsins. Það var sem Guð væri komin nær honum aft- ur eins og í fyrri daga. »Guð sagði honum afa þetta,« sagði drengurinn ennfremur með gleði og sannfæringarhreim í röddinni. »Og' svo söng afi líka á eftir.« Já, Nordstad fanst eins og hann heyrði sönginn og' gamlar minningar komu upp í huga hans. Hann mintist þess, þegar hann var lítill drengur sjálf-

x

Kristniboðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristniboðinn
https://timarit.is/publication/510

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.