Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 2
170 NÝJAR KVÖLDVÖKUR aðmírállinn enski fallegasta bréf, sem endaði á þeirri einföldu ósk, að hann fengi að lifa í þúsund ár, en Eðvarði bauð hann að koma þar við í hvert skifti, er hann ætti leið þar fram hjá; reyndar var það nú ekki meira virði en önnur slík heimboð, bara kurteisisorð, og líkiega viðlíka veigamikið og óskirnar tii aðmrí- áisins. En svo var málið vaxið, að lands- stjórinn átti ljómandi laglega dóttir, sem var ein barna. Reyndar var hún altaf höfuðsetin af tiisjónarkonu og munki, sem öll fjölskyld- an játaði fyrir syndir sínai ; tii þessarar stúlku, hafði Eðvarð viltst til að fella ást sína. Pað er engum ofsögum sagt — hún var Ijómandi falleg, og eldheit í ástum eins og spanskar stúlkur gerast. Pessir fáu dagar, sem skipin voru samferða, og hún var á skipi Eð- varðs með föður sínum, voru nægir til þess að kveikja eldinn í tveimur jafneldfimum mann- eskjuin og þau voru, Klara d’ Alfarez og Eð- varð Templemóre. Munkurinn hafði orðið eft- ir á leka skipinu; það var engin auð kompa á skonnortunni, hvorki handa honum né til- sjónarkonunni, og Don Felix de Maxos de Cobas de Manille d’ Alfarez var svo önnum kafinn við vindilinn sinn, að hann mátti ekki vera að því að líta eftir dóttir sinni. Pegar þau voru komin á land, buðu þau Eðvarð að koma heim til sín; þau áttu heirna við vík eina, yndisfagra á sunnanverðri eynni, skamt frá bænum. Hús þeirra í bænum var að eins notað til embættisstarfa og opinberra veizluhalda; það var of heitt þartil þess að vera þar að staðaldri, og iandsstjórinn var þar ekki nema tímakorn á hverjum degi. Eðvarð var nokkura daga um kyrt á eynni, og hafði svo þaðan með sér bréf það, sem áður er um getið, frá landsstjóranum, og loforð um óbrigðanléga trú frá dótturinni. Þegar hann kom heim, skilaði hann bréfinu, og var aðmí- rállinn ánægður með breytni hans. Pegar hann var sendur út í leiðangur næst, en það var altaf gert, þegar hann hafði ekki annað við að vera, mintist hann á það við að- mírálinn, hvort hann vildi ekki svara bréfi landsstjórans, ef hann kynni að koma þar í grendina; það gæti oft verið gott að koma sér vel við útlend ríki; aðmírálnum fanst þetta gott og rétt, og fékk honum bréf, sern hann skyldi skila ef herþjónustan leyfði. Fundir elskendanna voru nú enn hlýlegri en áður á lilið meyjarinnar, eins og nærri má geta; en tilsjónarkonunni og munkinum var ekkert um það gefið, enda komust þau skjótt á snoðir um að mærin var í hættu með að vera troðin full, með allskonar trúarvillur. Nú þurfti alla varúð viðaðhafa; og þar eð alt ástabrall erhelmingi indælla þegar alt erálaun, þá fékk Klara langt bréf og kíki frá Eðvarði. í bréfinu stóð, að hann skyldi koma svo oft sem hann gæti á skipi sínu að suðurhorni eyjarinnar, og skyldi hann bíða þar eftir ákveðnu merki frá henni um það,# að hún hefði séð skipið; skyldi lníu gefa merki við sérstakan glugga. Nóttina eftir að hann hefði séð merk- ið ætlaði hann svo að fara í land á báti sín- um, og hitta liana þar á tilteknum stefnustað. Þetta var nú alt einstaklega ánægjulegt, og með þessu móti hafði Eðvarð séð sér færi á að hitta Klöru fjórum eða fimm sinnum árið sem leið ; rifjuðu þau þar upp ástarheit sín og svar- daga, og vissi enginn af. Þau höfðu gert það með sér, að þegar hann færi frá stöðinni, skyldi hún yfirgefa föður sinn og heinúli, og fela framtíðargæfu sína enskum villutrúarmanni. Rað mætti nú ef til vill þykja undarlegt, að aðmírállinn skyldi aldrei reka augun í það, hvað «Fyrirtækið» kom oft við í Portóríkó, því að Eðvarð varð aftaf að leggja dagbók sína fram til yfirskoðunar í hvert sinn er liann kom heim; en aðmírállinn var ánægður með Eðvarð og þjónustu hans, og þótti vænt um, hvað hann var fús á leiðangra, þegar harrn hafði ekki annað að starfa. Dagbækur lians voru færðar ritara aðmírálsins, látið utan um þær, og innsiglaðar vandlega. Ritarinn fleygði þeim út f horn, og svo lágu þær þar, og Eðvarð liafði altaf nógar sögur að segja, þegar hann sat að borðum með aðnrfrálnum. Sá maður er held- ur ekki fær um að hafa forustu yfir skipi, sem

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.