Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Síða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Síða 6
174 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. «Rað er nú alt saman gott og blessað — en gullmiltin, sem eru hér —« eRað er bezt að lofa þeim að vera þar sem þau eru; það tekur talsverðan tíma að flytja þau, og við megum ekki missa af fólki voru menn til þess. Úthýsin verður að gefa upp, og flytja úr þeim alt sem fémætt er fyrir ræn- ingjana. Líklegast kveikja þeir í þeim, en að minsta kosti höfum við nógan tíma til umráða ef við byrjum nú þegar.» «Gott og vel, Fransiskó, eg vil kjósa yður foringja, og fela yður að gera allan nauðsyn- legan viðurbúnað; en eg ætla inn til Donnu ísidóru. Sendið eftir fólkinu og talið við það, lofið þeim launum og skipið fyrir öllu eftir beztu sannfæringu.» «Eg vona eg geti reynst eins og þér treyst- ið mér, herra!» «Karamba,» sagði gamli maðurinn um leið og hann fór, «það er heppilegt að þér eruð hér. Ef til vill hefðum vér annars verið öll myrt í rúmunum.» Fransiskó lét nú kalla saman alla verkstjóra á bænum og sagði þeim, hvað hann byggist við að í vændum væri; svo sagði hann þeim hvað hann hefði af ráðið til varnar. Svo voru allir hinir kallaðir saman; sýridi hann þeim fram á að þeir ættu lítillar náðar eða vægðar að vænta, ef þeir hrektu ekki víkingana af sér, og benti þeim á að Don Kúmanos hefði lofað því að launa þeim ríkmannlega, ef þeir gerðu skyldu sína. Spánverjar eru jafnan hraustir og hugrakkir, og þegar Fransiskó tók að eggja þá, sögðu þeir í einu hljóði, að þeir skyldu verja bæinn svo lengi sem unt væri. Hús Don Kúmanosar var vel lagað til þess að standast viðlíka atlögu og þá, er í vændum var, þar eð líkast’var til að aðsóknarmenn mundu við hafa liðsmannabyssur, Rað var löng fer- hyrnd steinbygging, með trésvölum við efri glugga, og tveggja gólfa há. A salargólfinu (efra loftinu) voru margir gluggar, en á stofu- gólfi (neðra gólfi) voru að eins tveir, og eng- in önnur opna nema dyrnar. Byggingarsniðið var blandið, hálfserkneskt og hálfspanskt. Ef hægt væri að verja svo neðra gólfið, að þar yrði ekki brotist inn, mundi aðsækjendum verða allervitt um sóknina. Fyrst voru glugg- arnir á stofugólfinu trygðir þannig, að hlaðið var upp að þeim fyrnum af grjóti ;náði sú grjót- hrúga langt inn á gólf. Svo var og gert alt til þess að víggirða dyrnar sem ramlegast áð- ur en kvöldaði. Stigar voru reistir upp, svo að komist yrði upp á svalirnar, og þær voru gerðar skotheldar alla leið upp á efri grinda- brúnir, til þess að fólkið hefði hlífð á bak við þær. Donna ísidóra og kvenfólkið var flutt yf- ir til Don Teódóros um daginn, og Don Kú- manos lét það loks eftir Fransiskó að fara með þeim, enda bað Donna ísidóra hann mjög að gera það. Húsbóndinn kallaði saman fólk sitt, sagði þeim að hann hefði falið Fransiskó for- ustuna fyrir þeim öllum, og bað þá að duga vel. Svo kvaddi hann Fransiskó með lianda- bandi, og steig á liest; hurfu þau svo skjótt sjónum út í skóginn bak við engjaspilduna með fram fljótinu. Rað var enginn skortur á byssum eða skot- færum. Sumir voru í óða önn að steypa kúl- ur, aðrir voru settir til að athuga vopnin, því að þau höfðu lengi legið ónotuð og vanhirt. Alt var viðbúið er kvöld var komið, og Frans- iskó fékk nú betra færi til að athuga skonn- ortuna; hún hafði farið lengra frá landi um daginn, en stefndi nú að landi. Hálfri stundu áður en myrkva tók, lagðist hún svo sem þrjá fjórðunga viku frá landi, og srieri stefninu frá landi. Allir biðu vígbúnir heima, og höfðu nóg skotfæri til að heilsa með óþarfagestum þessum. «Reir ætla að gera atlöguna í kvöld sagði Fransiskó, eg er alveg sannfærður um það; rár þeirra og stagreipi eru öll uppi, og alt viðbúið að setja stóra bátinn í sjó.» «Látuin þá bara konia, herra; við skulum taka hlýlega á inóti þeim» svaraði Diegó; hann var varaforinginn. «Brátt var svo dimt, að skipið sást ekki frá landi. Fransiskó og Diegó ráku alla menn inn nema fimm; dyrnar voru ramlega víggirtar, og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.