Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 8
176 NÝJRA KVÖLDVÖKUR. »Víkingarnir sáust nú koma í þéttum hóp frá úthýsunum. í þá áttina var ekki hægt að verjastnema frá gluggasvölunum, ogáþeim kom- ust ekki fyrir nema svo sem átta eða tíu menn. Fransiskó bauð því, að undir eins og þeir hefðu skotið, skildu þeir hörfa inn og hlaða, en láta aðra fara út á meðan. Þegar víkingarnir voru komnir miðja leið inn áflötina milli úhýsanna og hússins, bauð Frans- iskó að skjóta. Skothríðinni var svarað með annari; svo æptu ræningjarnir heróp, og rudd- ust síðan fram með Kain og Hawkhurst í broddi fylkingar; þó skiftust þeir á skothríðum annað skifti áður. Spánverjar gátu ekki skotið úr nema tólf byssum enn sem komið var; héldu því ræningjarnir að þeir væru stórum liðfærri en þeir voru. Reir breyttu því ráðstöfun sinni, og skipuðust í stóran sveig fram undan svöl- unum, og létu skotin dynja þangað í sífellu. Frankiskó lét alt af skjóta á móti; gekk svo um fjórðung stundar, og víkingar voru þá farn- ir að sjá að þeir áttu við meira ofurefli að etja en þeir hugðu í fyrstu. Nú var orðið koldimt og ekki liægt að sjá nokkurt andlit nema við blossa þá, er bar snöggv- ast fyrir af skotunum. Kain og Hawkhurst létu nú menn sína halda atlögunni áfram en gengu sjálfir nær húsinu, og settust að undir svölun- um. Þeir skoðuðu dyr og glugga, og sáu skjótt að lítil von var til þess að þeir gætu komist þar inn með valdi. En það sáu þeir, að Iiði þeirra var miklu minni liætta búin und- ir svölunum en fjær, og þeir gæti skotið upp um trégólfið á þá er uppi voru. Hawkhurst fór nú og náði í eitthvað helminginn af mönn- um síuum, ogfluttu þá inn undir svalirnar, en liina lét haun halda áfram aðsókninni. Það kom skjótt í Ijós að þetta var snjallræði. Kúl- ur ræningjanna gengu upp um svalagólfið, og særðu marga Spánverjaua illum sárum. Seinast neyddisí Fransiskó til að kalla menn sína inníhús- ið og láta þá skjóta út um gluggana. En ekki gat nú þetta staðist, að berjast svona til lengdar. Stoðirnar undir svölunum voru úr tré, og skraufþurrar; kveiktu nú ræn- ingjarnir eld í stoðunum; las eldurinn sig skjótt upp eftir þeim, og sleiktu logarnir brátt um grindurnar; seinast stóðu svalirnnr íbjörtubáli. Var það ræningjunum hinn mesti hagur, því að nú sáu þeir Spánverjana vel, en sáust illa sjálfir. Margir féllu nú og særðust. Reykjar- svælan og hitinn varð svo óþolandi uppi á loftinu, að mennirnir héldust þar ekki við leng- ur, en hörfuðu ofan í stofurúnúð eftir ráðum Fransikó. »Hvað eigum við nú að gera, herra?»spurði Díegó með alvörusvip. »Gera?« svaraði Fransiskó, »þeir hafa brent svalirnar — það er nú alt og sumt. Húsið tekur ekki eld, það er grunnmúrað úr þéttu grjóti; reyndar gæti kviknað í þakinu, en við erum hér nú enn þá. Eg sé ekki að þeim hafi lióti meira áunnist en áður var. Undir eins og svalirnar eru útbrunnar verðum við að fara upp aftur og fara að skjóta á þá að nýju«. «Heyrið, herra, þeir eru að sprengja upp dyrnar.« »Þeir geta nú reynt sig á því góða stund. Reir hefðu átt að reyna að sprengja þær upp með- an svalirnar hlífðu þeim, svo að við sæum þá ekki. Undir eins og svalirnar eru brunnar, getum við flæmt þá í burtu þaðan. Eg ætla að skreppa upp, og sjá hvernig umhorfs er. »Nei, herra, það er gagnslaust. Rví viljið þér leggja yður í hættu, meðan birtan af bál- inu er svo mikil ? « »Eg verð samt að fara upp og sjá, hvort það er svo; legðu alla særða menn inn í norð- urherbergið; það er afskektast, og minst hætt- an þar,« Fransiskó gekk upp steinriðið og upp á efra gólfið, þar var alt fult af reyk, og hann sá ekki handaskil. Kúla ein flaug fram hjá honum. Hann gekk fram að glugganum, og hlífði sér með stólpanum á milli þeirra, Eldurinn var farinn að réna og hitinn held- ur þolandi. Svo heyrðist brak, og annað til; svalirnar hrundu niður. Hann Ieit út um glugg- ann. Haugur af glóandi eimyrju var framan

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.