Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Side 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
177
við húsið, og höfðu því ræningjarnir hrokkið
frá. Ekki var annað eftir af svölunum en log-
andi endarnir á bitunum, sem voru fastir í
múrunum, og glóandi staurar af stólpunum,
sem haldið höfðu svölunum uppi.
Reykinn bar nú frá, og tvö byssuskot fræddu
Fransiskó um það að ræningjarnir höfðu séð
hann.
«Rakinu er óhætt» hugsaði hann með
sér, og hörfaði frá gluggunum; «eg veit ekki
nema það hafi verið hreinn hagur fyrir okkur
að svalirnar eru farnar.»
Eigi var nú gott að vita, hvað víkingarnir
höfðu í hyggju. Reir létu skothríðina falla niður
um stund, og Fransiskó hörfaði aftur ofan til
félaga sinna. Reykurinn var nú að mestu horf-
inn, og þeir gátu aftur farið upp á ioftið. En
þeir gátu ekki skotið, eða hafst neitt að af því
að ræningjarnir skutu ekki, því þeir sáu ekki
óvinina nema við glampann af skotum þeirra.
Þeir reyndu ekki framar að mölva hurðina eða
brjótast inn um gluggana, og Fransiskó gat
með engu móti ráðið í, hvað þeir mundú nú
taka til bragðs.
Svo leið um hálf stund, svo að mennbiðu
með óþreyju. Sumir Spánverjanna héldu að
víkingarnir væru hættir við og komnir ofan til
báta sinna. En Fransiskó þekti þá betur. Rað
e>na, sem hann gat gert, var að bíða uppi,
kafa vakandi auga á hreyfingum þeirra og at-
ferli, og bíða svo átekta. Díegó og fáeinir aðr-
>r voru uppi hjá honum; hinum var sagt að
vera kyrrir niðri, svo að þeir væri ekki í hættu
staddir.
«Heilagi Fransiskus, þetta hefir verið Ijóta
nóttin, herra; hvað ætli sé langt til dags?»
spurði Díegó.
«Tvær stundir að minsta kosti, að eg held»
svaraði Fransiskó; en það verður nú skriðið
tii skarar um það,»
«Allir heilagir varðveiti okkur —koma þeir
ekki þarna, herra?»
Fransiskó starði út í myrkrið til úthýsanna,
°g sá þar mannþyrpingu nálgast. Stuttu síðar
sá hann þá glögt.
Jú, alveg rétt, Díegó; þeir hafa búið til
stiga og rogast nú með þá hingað. Þeir ætla
að gera árás á gluggana. Kallið alla menn
upp, því nú verða ekki gefin grið.»
Spánverjarnirþutuupp riðið ogfyltu herherg-
ið uppi; þrír gluggar voru á því fram að
fljótinu, og höfðu svalirnar verið fyrir þeim
öllum.
«Eigum við nú að skjóta, herra?»
«Nei, síðurensvo; nú megið þið ekki skjóta
fyrri en þið getið sett byssukjaftana fyrir brjóst
þeim. Þeir geta ekki klifrast meira en tveir í
einu upp að hverjum glugga. Munið nú eftir
því, drengir, að nú verðið þið að berjast hraust-
lega, því eigi munu ykkur verða grið gefin;
þeir gefa ekki líf, og sýna enga vægð eða
vorkunsemi.»
Endarnir á stigunum sáust nú koma npp
við hverja gluggakistu. Reir voru reknir sam-
an í skyndi, en sterkir og ramlega gerðir, og
nærri því eins breiðir eins og gluggarnir. Vík-
ingjarnir æptu heróp og fóru svo að klifra upp
stigana.
Fransiskó stóð við miðgluggann. Þar kom
Hawkhurst fyrstur upp með sverðið nakið í
hendi sér. Hann hjó af sér byssuhlaup, sem
var beint á hann, og flaug kúlan úr því iangt
út á fljót, og gerði engum mein. Hann vant-
aði að eins eina rim til að vera kominn inn í
herbergið, —þá skaut Fransiskó á hann skamm-
byssu sinni; kom kúlan í vinstri öxlina; við
það misti hann tökum á glugganum, og áður
en hann hafði náð sér öðru taki skaut einn
Spánverjanna á hann. Datt hann þá aftur á
bak, og velti um leið einum tveim þrem fé-
lögum sínum, sem voru rétt á eftir honum, of-
an úr stiganum og ofan á jörð.
Fransiskó bjóst við að aðsóknin að þess-
um glugga mundi nú verða linari fyrst Hawk-
hurts var fallinn; en hann hafði þekt hann á
málrómnum. Hann hraðaði sér nú að vinstri
glugganum. því að hnnn hafði heyrt Kain vera
að eggja menn sína. Það var líka satt og víst.
Kain var þar uppi við gluggann, og reyndi
að ryðjast inn, en Diegó og tveir aðrir röskvir
23