Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Síða 10
178 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. menn stóðu á móti, Belti kapteinsins var fult af pístólum, og hafði hann þegar skotið af þremur þeirra með góðum árangri; Diegó og félagar hans voru sárir, en hinir, sem þar voru, hræddust þennan jötunvaxna ræningja. Frans- iskó þaut fram til að ráðast á móti honuni, en hvað átti unglingsmaður að gera í hend- urnar á þessu heljarmenni? Fransiskó greip með vinstri hendi fyrir kverkar víkingnum, og miðaði skantmbyssu sinni á hann; þá brá fyrir glantpa frá annari pístólu, sem þar var skotið af rétt hjá; bar glampann rétt framan í Fransi- skó um leið og hann kallaði upp: *Blóð fyrir blóð.» Retta var nóg. Kapteinninn rak upp skelfingarhljóð við að sjá þessa yfirnáttúrlegu syn, sem honum fanst hljóta að vera, og bylt- ist í ómegini niður úr stiganum ofan í eim- yrjuna framan við húsið. Ofurhugi ræningjanna fór nú að minka þegar foringjarnir voru fallnir, og Spánverjar vörðust svo hraustlega. Reir fóru að linast, og létu síðast undan síga, og höfðu þá með sér, er sárir voru. Spánverjar æptu siguróp, og eltu þá ofan stigana nndir forustu Fransiskó, og var nú fretnur sókn en vörn af þeirra hendi. En víkingarnir létu undan síga með hægð, fet fyrir fet, og skutu á móti, og kom engin óregla á hóp þeirra, þeir héldu Spánverjum í skefjum þar til komið var ofan til bátanna. Rar veittu þeir viðnám, og var þar harður bar- dagi. En víkingarnir höfðu mist oftnarga menn, og voru hugminni, þegar enginn var til að stjórna þeim. Hawkhurst var enn á fæti, og skipaði fyrir jafnrótt og kuldalega og hann var vanur. Hann kom auga á Fransiskó, réðst að honum meðan báðir flokkar kreptu þéttast að honum, náði taki í kraga hans og dró hann inn í hóp víkinganna. «Gætið að honum þess- um, að hann sleppi ekki, hvað sem öðru líð- ur» öskraði Hawkhurst, og svo hörfuðu þeir hægt undan og til úthýsanna. Fransiskó var borinn ofurliði og dreginn ofan í eittn bátinn; innan stundar var þeim róið kappróður undan til að forðast skothríð Spánverja, en þeir fylgdu þeitn eftir með bakkanum, og gerðu þeim alt það mein, sem þeir gátu á flóttanum. Vafaprinsessan. Fyrir rúmum tuttugu árum var opinberlega sýnt málverk eftir frægan rússneskan málara, Flavitzky; var myndin sýnd í París, og varð þar mikið uintal um hana. Myndin var af ungri konu; hún var klædd hinum verstu flýk- um, en yndislega fögur; sat hún í dýflissu í Kronstaðarkastala á Rússlandi; lék um hana föl og daufleg birta; en inn um gat á múrnum rann vatn, og fór smá hækkandi í fangaklefan- anum, og horfði hún á þessa voðasjón með dauðans skelfingu. Undir myndinni stóð skrifað: «Tarrakanów prinsessaídýflissu«; minti það þeg- ar á einn vafaviðburð mannkynssögunnar, sem aldrei verður að líkindum greitt úr að fullu. Skal hér nú getið hins helzta setn kunnugt er um Tarrakanów prinsessu og afdrif heníar. Pað er tnörgum kunnugt, að Elísabet Pét- ursdóttir hins rnikla, keisara í Rússlandi, var ekki móðurbetrungur að lifnaði, heldur var í hviklátara lagi að ástum, og tók sér líka rösklega neðan í því. Hún náði völdum með stjórnarbyltingu; tók hún þegar einn lífvarðar- foringjanna sér til fylgilags, hlóð á hann einu tignarembættinu eftir annað, gerði hann að greifa, og sagt er enda að hún hafi gifst hon- um á laun og þau hafi átt tvö börn saman, sem báru nöfnin: prins og prinsessa Tarra- kanów. Nálægt 1868 lét Alexander keisari II. leita upplýsinga um þetta mál, og lét liann nefnd manna ransaka öll þau skjöl og skýrteini, er fundust í skjalasafni ríkisins, er að þessu lutu.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.