Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 181 heim, á meðan furstinn var fjarverandi, og kyntist þar Dómanski, trúnaðarmanni og föru- naut Radziwills fursta, og komst inn á þá báða og gat talið þeim trú um, að hún væri Tarra- kanóvv prinsessa. Radziwill sýndi henni því einstaka lotningu. Honum gat ekkert komið betur, þar sem hann var að hugsa um hags- niuni Póliands, en komast í kynni við konu, er ætti tilkall til ríkis á Rússlandi. Pað varð nú að samkomulagi, að hún færi með honum til Venedig; þaðan ætlaði hann að komast í bréfaviðskifti við Tyrkjasoldán, og nota hann til þess að koma fram tilkalli prinsessunnar til valda á Rússlandi. Engum brá meira við þessa fregn en furst- anum í Limborg, Hún var þá áreiðanlega prins- essa af Tarrakanów og ríkiserfingi í Rússlandi; enginn efaðist um það framar. Nú varð að sýna henni auðmýkt og lotningu; þetta gerði furstinn, útvegaði henni með miklum erfiðis- munum fé til terðarinnar, og gaf henni eftir sig titilinn: furstainna af Limborg-Styrum, ef hann dæi á meðan. Hann fylgdi henni svo nokkuð á leið. Nú var hún komin á nýja slóð, sem leiddi hana síðan í glötunina. Þegar hún kom í Venedig, heimsótti Radzi- will fursti hana með miklum fjölda pólskra aðalsmanna; hann hafði komið þangað laust á undan henni. Viku síðar heimsótti hún aftur systur hans, furstainnu Mórawska. Ætterni henn- ar og kröfur til keisaradóms á Rússlandi fór ekkert leynt í Venedig. Margir hinna göfugustu aðalsmanna, bæði frá Póllandi og víðar að, voru þar gestir hennar ásamt Radziwill fursta, þar á meðal margir franskir offíserar, sem drógust í flokk pólska furstans, mest fyrir fraegðar og forvitni sakir. Martinelli, bankastjórinn í Venedig, varð nikill alúðarvinur prinsessunnar. En alt fyrir það náði hún þó ekki ótakmörkuðu lánstrausti 1 bankanum, því að einn góðan veðurdag til- kynti bankinn henni með alvarlegum, en kurt- eisum orðum, að hann lánaði ekki meira en komið væri. Radziwill og prinsessan réðu af skömmu síðar að fara til Ragúsa. Daginn sem þau fóru komu furstinn, systir hans, og mikili hópur tig- inna manna til þess að fylgja henni ofan til hafnar, Þá tók furstinn til máls í nafni lands- manna sinna, og lét þá von í ljósi, að hann fengi innan skamms að sjá hana í því sæti, sem ætt hennar og tign vísaði henni til. «Sem keisarainna Rússlands» svaraði hún, «skal eg leita frægðar minnar í því, að bæta aftur úr rangindum þeim er Póllandi hafa ver- ið sýnd.» Pað var í fyrsta sinn, sem hún lét opin- berlega á sér heyra hvað hún hugsaði sér hátt. Meðal skjala þeirra, er hún hafði undir hönd- um voru tvö einkum mikilsvarðandi: hið fyrra var ríkiserfðaskrá Péturs mikla, en hitt var erfðaskrá Elísabetar drotningar, þar sem hún tók fram að prinsessa Tarrakanow, dóttir sín, ætti að erfa keisaratignina eftir sinn dag. Hvaðan voru þessi skjöl? voru þau sönn? Radzwill mun hafa látið sér ásamastanda; þau voru bara til, og það var nóg. Mikið var tekið eftir þessum glæsilega hóp, er hann kom til Ragúsa. Allir tráðu sér fram til að verða kyntir prinssessunni. Henni var sýnd mikil virðing. Radziwill bjóst á degi hver- jum við stjórnarbréfi frá Tyrkjum að koma til Týrkjahersins, en soldáninn dó í þessum svif- um, og eftirmaður hans, Abdúl Hamid Khan, var ófús á að fara í styrjöld við Rússa. Við þetta misti Radziwill kjarkinn, og vildi hverfa aftur til Venedig. Hópur hans sundraðist, og prinsessan réði helzt af að fara til Rómaborgar; þá var páfinn þar nýdáinn. Til Rómaborgar kom hún 21. des. 1774, og var Dómanski með henni; komst hún þar brátt í kynni við marga og varð heiðurs- gestur í sölum Hamiltons, sendiherra Eng- lendinga. En góð gát hefir verið höfð á atferli henn- ar og vélum í gegn Rússlandi heima í Péturs- borg, því að einn dag komu boð til Orloffs, flotaforingja Rússa, sem var með flotadeild eina rúsneska f Lívornó, um að taka hana fasta, %

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.