Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Page 15
NÝIAR KV ÖLDVÖKUR.
183
sveim um að dóttir Elísabetar drotningar hefði
veiið til, eða sanna það að svo hefði ekki
verið.
30. nóvember 1775, skömmu fyrir andlát
hennar, baðhún um prest. Keisarinnantalaðifyrst
lengi við Pétur Andrejew, prest við dómkirkj-
una í Kasan, og sendi hann síðar til hennar.
Prestur inn virtist gleyma skyldu sinni, og fór
að spyrja hana eins og ransóknardómari. Pt ins-
essan hvesti þá á hann augun, brennandi af
hitasótt, og sagði: «Lesið þér fyrir mig and-
látsbænirnar, og vægið mér við öllu hinu.»
Fám dögum síðar, 4. desember 1775, and-
aðist hún, og tók leyndarmálið um ætt sína
með sér í gröfina. Um nóttina var hún dysj-
uð í fangelsisgarðinum í viðurvist stórkanzl-
arans og fjögra tiginna manna.*) Dómanski
var sendur til Síberíu.
Hvort Tarrakanów prinsessa hefir í raun og
veru verið sú, er hún kvaðst vera, eða að eins
glæfrakona, fim og vel gefin að öllu-það fá-
um við að líkindum aldrei að vita til fulls.
Rússnesku stjórninni hefir þótt réttara að Iyfta
aldrei skýlunni af því til fulls. En margir sögu-
menn eru það, sem ætla að hún hafi sagtsatt.
*) Sú sögn hefir gengið, að Tarrókanów hafi verið
fyrirkomið á þann hátt, að gat hafi verið gert á
múrinn í fangelsi hennar, og vatni verið hleypt
þar inn á hana og henni verið drekt þannig.
Til þess lýtur myndin, sem getið er um í upp-
liafi sögu hennar.
Presturi ii n.
Framh.
Aðólf dró saman alla þá peninga sem hann
gat án verið til þess að borga með þeirn skuld
föður síns, og sparaði við sig svo sem hon-
um var unt, Hann huggaði sig með því, að
hann gæti þó aldrei lifað sparsamlegar en frels-
ari hans og nieistari hafði gert.
Þó kom það fyrir að hann kendi kvíða og
örvilnunar. Tíminn leið óðfluga, og hann gat
ekkert gert til þess að búa sér heimili, sem
hann gæti boðið Maríu. F*á langaði hann til þess
að slíta af sér öll bönd, og yfirgefa alt til þess
að hugsa um hana eina.
Þegar Aðólf var búinn að vera eitt ár að-
stoðarprestur, dó gamli presturinn.
Söfnuðurinn vildi ekki fyrir neinn mun missa
Aðólf, og sendi einróma áskorun til kirkjumála-
stJórnarinnar um að fá hatm fyrir prest eftir-
leiðis; og af því að brauðið var ekki afar-stórt,
var Aðólfi veitt það.
Sama daginn sem hann fékk veitinguna, skrif-
a ‘ hann Franz langt bréf og áhrifamikið, og
■unan í þag i,ann mjga fjj Maríu. Pað var
e ki ástamál að vísu, en svo alúðlegt og viðkvæmt
a Það heillaði hana og veitti henni unað.
Hún sat með bréfið í knjám sér, og hélt
höndunum yfir því. — Hvað gat það verið í
þessu bréfi, sem hrærði hana og gerði henni
órótt? — Hann talaði ekki blátt áfrant, en það
var eitthvað hulið milli línanna — eitthvað,
sent gaf undir fótinn — . . Hvers vegna tal-
aði hann ekki berum orðum — hvers vegna
kom hann ekki?
Bréfið jók henni ánægju og eítirvæntingu,
en það var ómögulegt fyrir hana að svara því;
hún beið og þagði.
Hann beið líka — Rað hefði ekki þurft
nema eitt orð af hennar hálfu, til þess að hann
hefði þegar farið til Kaupmannahafnar; en
það kom ekkert bréf frá henni, og hann fór
hvergi. En hann örvænti þó ekki. Hann ætl-
aði að fara til Kaupmannahafnar, þegar hann
væri búinn að borga gömlu skuldina. F*á gat
hann ekki beðið lengur - og hamingjan varð
að ráða.
Fyrsta einbættisverk Aðólfs, sem hann átti
að fá fyrir aukaborgun, var að halda líkræðu
yfir heimilisföður í sókn sinni, sem dó frá konu
og mörguin börnuin. Sjúkdómur hans hafði