Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Qupperneq 19
NÝJRA KVÖLDVÖKUR. 187 ur, að hann hugsaði sér að halda þrumandi vandlætingaræðu, sem vekti fjöldann af synda- svefni sínum. Hann ætlaði að sýna jjeim og sanna, að engin hula er svo þykk, að drottinn skygnist ekki gegnum hana. Hann ætlaði að segja öllum sem viðstaddir væri, að velgjörðir þessa manns væri ekki réttlæting fyr- irguðs augliti, heldursvart moldryk, sem blind- að hefði augu mannsins sjálfs, sem dáinn væri, ættingja hans og vina. En þegar Aðólf fór að hugsa málið með nieiri stillingu, fanst honum það óréttlátt, að láta konu og börn hins látna gjalda synda hans, þar eð þau voru sjálf saklaus. . . . Hann gat ekki hegnt syndaranum. Drottinn átti að hegna. Hann ætlaði einungis að biðja fyrir hinum látna. Líkfylgdin var svo fjölmenn, að kirkjan varð skipuð. Kistan var öll þakin blómsveig- um, og allir báru sorgarblæjur. Margir þeirra voru líka hryggir í hjarta sínu, sem áttu að sjá á bak hjálparmanni sínum. Presturinn kom. Pá bjuggust allir við að heyra hann halda hljómfagra lofræðu yfir sæmdarmanninum og öðlingnum, sem til grafar var borinn, en í þess stað flutti hann hjartnæma bæn, og bað drott- 'n að frelsa sál hans. Fólkið varð örvita af reiði yfir slíku hneyksli. Aðólf átti ekki almennri hylli að fagna hjá söfnuðinum næstu vikurnar á eftir. Pað koinu engir tii kirkju nema fátæklingarnir, sem ávalt elskuðu hann. Hann stundaði starf sitt af allri alúð. Hann hafði einnig gætur á sjálfum sér, og ransakaði hverja hugsun sína og tilhneigingu. Hann óttaðist það, að ást sín á Maríu væri af óhreinum og syndsamlegum hvötum, þótt það væri honum óafvitandi. Pað voru auðæf- 'n) sem freistuðu hans. Hann spratt upp af stólnum, sem hann sat a> æðarnar þrútnuðu, og allir vöðvar hans stælt- Ush eins og hann ætlaði að ráðast á óvin sinn með handalögmáli. Pað stóð ekki lengi. Vöðvarnir slöknuðu, svo að handleggirnir duttu máttlausir níður með síðunum; og brosi brá fyrir á andlitinu. Hann varp öndinni, eins og þungum steini hefði verið létt af brjósti hans. «Eg er saklaus,» mælti hann, «ást mín er einlæg og hrein. En þó hafa peningarnir vald á mér, Pað eru þeir sem liafa bundið tungu mína, og skygt á hamingju mína. Hvernig getur staðið á því, að eg skuli hafa virt þessa ves- ölu fjármuni meira en hamingju mína og . . Ef hún elskaði mig eins og eg elska hana. Ef.henni hefði liðið eins illa eins og mér! X. KAPITULl. Heller var kominn heim með fólki slnufrá Parísarborg. María var orðin mjög breytt. Frá því afmælisdagskvöldið, þegar A.ðólf brendi blómvöndinn, hafði líf hennar tekið alt aðra stefnu; léttúðin og barnaskapurinn voru fyrir borð borin af alvörunni og starfsþránni. Henni fanst sálarþroski sinn nýbyrjaður. Hún öfundaði fátæku stúlkurnar af því að þurfa að sjá fyrir sér sjálfar, og óskaði að hún hefði einhvern skyldustarfa að inna af hendi. Móðir hennar annaðist heimilið; hún gerði ekkert annað en að mála, spila á hljóðfæri, lesa og sauma, en það var enginn starfi, ekk- ert sem svalaði starfsþránni. Pað hamlaði ekki karlmönnunum að takast starfa á hendur, þótt þeir væri ríkir. En það mundi þykja óhæfa af ríkri heimasætu, og álit- in tilraun til þess að spilla atvinnu fátæklinganna. Skyldi auðurinn hamla henni frá að takast alvarlegt starf á hendur? «Hjónabandið.» Hún blóðroðnaði út að eyrum. Já, konustaðan, hún gat fullnægt þránni. Pað var göfugt og blessunarríkt hlutverk að vera stýrimaður á skipi, og vernda það gegn- um brim og boða — standa við hlið manns síns, og berjast með honum í blíðu og stríðu, 24,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.