Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Page 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Page 22
190 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. lestrum, sem hann hefir haldið í Reykjavík, og verður Jdví eigi af þeim heimtuð vísindaleg nákvæmi eða rannsóknir um vafaspurningar, er fyrir kunna að koma, Fyrri bókin er yfirlit yfir helztu drættina í sögu þjóðarinnar frá land- námstíð og alt til vorra daga, og sérstaklega rakið, eins og nafnið bendir til, hvernig hið íslenzka þjóðerni er til komið, og hvern- ig þjóðin hefir haldið í það öld eftir öld, hvað mikið sem ið útlenda vald bæði fyrr og síðar hefir gert ti! þess að reyna að drepa það og bæla það niður. Síðari bókin, sú erút kom í fyrra, Gullöld Islendinga, er núklum mun stærri °g yfirgripsmeiri; húntekur til meðferðar stjórn- arskipuii og háttu fornmanna, hvernig þeir lifðu, störfuðu og unnu bæði úti og inni, vopna- búnað þeirra, klæðaburð og alla heimilisháttu; þar er og lýst afstöðu þeirra við Noreg og hvernig þeir smásaman komust á það stig að verða þjóð sjálfir. Rá er og lýst verzlun þeirra, siglingum, skipum og m. fl. Alt er þetta rakið út úr sögunum, og má nokkurnveginn telja víst að réttara verði ekki farið eða sagt víðast hvar en gert er. Allmargar myndir eru í bókinni en þó helzt til fáar. Hefði með- al annars þurft að vera þar myndir af búning- um þeirra, húsuin o. fl. eftir því sem næst yrði komist. Báðar bækurnar eru ritaðar með lifandi ættjarðarást, stillingu en fjörugar og víða kryddaðar snillyrðum og fögrum hugs- unum, og inálið má lieita gott, einkum á Gull- öldinni. Bækur þessar ætti að vera til á sem flestum heimilum, og ungir sem eldri ættu að Iésa þær. Og allir þeir, sem íslendingasögurnar eiga, þurfa og að eiga Gullöldina, því að þar fæst úrlausn á mörgum vafagreinum, er fyrir kunna að lcoma í sögunum einkum að þvi er viðkem- ur siðum og háttum og fleira — Áður hefir höf. gefið út æfisögu tveggja stórmenna 18. aldarinnar: Skúla landfógeta og Odds lögmanns Sigurðssonar, og eru þar ágætar lýsingar á hag landsins á þeiin tímum. Finnur prófessor Jónsson hefir nýlega gefið út Bókmentasögu íslenctinga að fornu og fram til loka 14. aldar, Er það eitt stórt bindi, og er það merkilegt rit. Áður hafði hann ritað á dönsku bókmentasögu vora um sama tíma í þrem stórum bindum, og er það rit svo án- kvæmt og tæmandi, að eigi verðnr lengra far- ið að eg hygg. Kjarna rits þessa hins mikla hefir hann svo gefið út handa Islendingum. Rit þetta er bygt á öllum þeim beztu og síð- ustu niðurstöðum vísindanna, en þó allskemti- lega ritað, og alþýðlegt aflestrar. Vera má að það verði ekki allir sein fella sig við sumar skoð- anir höf., en bæði er hann nú allra manna lærðastur á forn fræði, og skilur fornritin manna bezt, svo að hann mun flestum fremur mega þar úrflokkitala. Máliðá bókinni er ekki eins gott, eins og ætla mætti, enda er höf. búinn að vera ytra nær 30 ár, halda fyrirlestra á dönsku um fjölda ára, og hefir ritað á dönsku meira en flestir aðrir þrír eða fjórir saman. Vilja því setn- ingar hans einatt bera útlenzkulegan blæ, svip- að eins og hann eigi orðið hægra með að rita á útlendu máli. Pað er galli á jafn ágætu riti. Rriðji maðurinn er Bogi Th. Melsteð. Hann hefir ritað litla íslendingasögu handa barnaskól- um, og er undarlegt hvað hún er lítið notuð við kenslu. En hún er þannig rituð, að ef kennar- inn er fær um að fylla út í hana með viðburðum og viðaukum, þá gefur hún ágætt yfirlit yfir sögu landsins. En að kenna hana þannig, að hlýða yfir hana eins ogþulu, og bætaengu eða litluviðtil skýringar, er hún lítt nýt. En svo mun því miður þeirri kenslu vera víða varið, þó að ilt sé til að vita. Aðrasögu hefirhann og byrjað að rita handa alþýðu, er hann kallaði «Þættir úr ís- lendingasögu«, en til allrar ógjæfu datt botn- inn úr þeirri útgáfu í miðju kafi í miðri Sturl- ungaöldinni, og hefir ekki komið síðan. Er það illa farið að svo skuli vera, Bogi Melsteð hefir stundað íslendingasögur nokkuð yfir 20 ár í Kaupmannahöfn, og reyndar alla tíð síð- an hann kom í skóla og alt af starfað með ó- þreytandi iðni. Stundum liefir hann haft styrk nokkurn af landsfé, en þó með eftirtölum, en slíkt stórvirki eins og að ganga á undan að safna til sögu þjóðar vorrar, og semja hana langa og fullkomna, kostar mikinn tíma og

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.