Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Side 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Side 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 191 ' fyrirhöfn, og verður ekki gert í hjáverkum sínum. Sá, sem joað starf tekur að sér, rná því ekki þurfa að vinna fyrir sér við annað, ef vel á að vera. Nú er Bogi byrjaður á því að rita og gefa út stóra íslendingasögu Er þegar komið út hið fyrsta bindi, og fyrri eða fyrsti hluti annars bindis. Eftir því mun bók þessi ekki verða minni en 8 bindi. En engu skal samt um það spáð. Fyrsta bindið er um Iandnámsöldina. Er þar vandlega og vísinda- lega rakið fyrir rætur hinnar íslenzku þjóðar og þjóðernis, síðan skýrt frá orsökunum til þess að menn fluttu út hingað, bæði frá Nor- egi og Suðureyjum, og svo hvernig landnáms- menn skiftust í héruð á Iandi hér. Síðan er þar langt skeið um menningarstig landnáms- manna, landnámin sjálf og margt fleira. í öðru bindinu byrjar söguöldin, og mun hún taka það bindi alt upp eða meira. Er þar fyrst lýst stjórnarháttum á söguöldinni, lífi, siðum og átrúnaði, og síðan byrjað að segja frá hin- um helztu mönnum sögualdarinnar eftir sög- unum, og jafnframt Ieiðrétt það er missagt er í sögunum eftir nýjustu ransóknum. Rað, sem komið er af bók þessari, er sarnið með ein- stakri samvizkusemi og nákvæmni,og það semað henni hefir verið fundið í sögulegu tiiliti hefir verið léttvægt ogekki haft viðgild rök að styðjast. Það á ekki við að fara hér út í nákvæm- an ritdóm um bók þessa, enda er eg ekki hl þess fær, ef út í vísindalega ransókn ®tti að fara. En það vil eg ráðleggja hverj- um þeim, er vill kynna sér sögu landsins að kaupa bók þessa. Rað sem út er komið kost- ar 6 kr.; annars ættu nú sem flestir, er vilja e>tthvað þekkja til ættjarðar sinnar, að ganga í Bókmentafélagið. Pað gefur út íslendingasögu °g svo er að byrja þetta ár að koma út löng °g nákvæm Iýsing íslands eftir Rorvald Thor- oddsen með myndum. Framsetning á íslend- •ngasögu er létt og lipur, sumstaðar ef til vill nokkuð þur, en víðast skemtileg, og málið gott, nema á fyrsta heftinu var því dálítið ábótavant. Stefna. Ef stendur þú aleinn, og stríðir með dug, og stefnir að ákveðnu miði, og Iætur ei ginningar hefta þinn hug, né hættur frá óvina liði — og þó að þú fallir á fluginu harða — mun framtíðin reisa þér minnisvarða. Vér höldum frá landi, þótt hátt rísi Dröfn, en hirðum ei stefnu að vanda, og því eru færri sem hitta í höfn; þeir hrekjast til ókunnra landa. Reir sína þar flakið, en fánanum Ieyna; og fár mundi reisa þeim bautasteina. Vér eigurn að sigla, og halda á haf, en hirða að velja oss stefnu. Rótt öldur vort fley vilji keyra í kaf, þá keppum að staðmiði gefnu. Og þó að oss ógnandi ósjórinn grandi, mun öndvegissúlurnar bera að landi. Lögmál. Frjáls skal hugur án helsis. Hjartans þrá in bjarta Ijósi vegu lýsir, leitar sælu og veitir. Mannsins ósk in insta ein er ið sanna og hreina. Kostum kapps ins mesta kærstan vilja að slcilja. A. Þ. S m æ 1 k i. Hefirðu símritað til gamla mannsins, eftir pen- ingum? Já það hefi eg gert. Uefir hann svarað? Já, eg símaði til hans: Hvar eru peningarnir, sem eg bað þig um í bréfinu? Og hann svaraði: í buddunni minni.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.