Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Qupperneq 8
224
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
við öldustokkinn á strandaða skipinu — sá
hana fara ofan í bátinn undantölulaust að hon-
um virtist — sá upprétta arma til þess að taka
á móti henni, og hana rétta út armana á móli
hjálp þeirri, er henni bauðst — gat þetta ver-
ið Klara? Hvar var nú öll nauðungin, og öll
mótstaðan, sem honum fanst hún ætti að sýna,
eins og þá stóð á? Hann æstist upp af tilfinn-
ingum, sem hann reyndi ekkert að átta sig á,
grýtti frá sér kíkinum, greip sverð sitt og stökk
út í bátinn sem Iá þar fullmannaður og ferð-
búinn við skipshliðina. Hinum bauð hann að
koma á eftir sér. I þetta eina sinn á ævinni
fanst honnm sér.fallast hugur, er hann lagði
á móti óvinum sínum. — Kaldur hrollur fór
um hann allan, er hann mintist þess, hvað sið-
gæðishugmyndir og sómatilfinning eru daufar
meðal víkinga, og honum datt margt ljótt í hug.
Meðan róið var til Iands stóð hann uppréttur
á afturpalli bátsins, fölur sem nár með augun
æðisleg og varirnar titrandi — hann var svo
æstur, að hann hefði varla þolað það, hefði ekki
hefniþráin haldið honum saman. Hann kreisti
utan uin meðalkaflann á sverði sínu, en ofsinn
í hjartaslætti hans og æðaslætti endurkvað alt
af efnið í hugsunum hans, blóð, blóð, blóð!
Hann kom nú nær litlu víkinni, og sá að
kvenmaður stóð við hellismunnann — nær og
nær henni kom hann — hann sá að þetta var
Klara — nafn liennar iðaði á vörum hans,
þá heyrði hann skotin, sem Hawkhurst skaut,
ríða hvort á fætur öðru — hann sá Fransiskó
riða við og detta —-og— nei— það var óþol-
andi sjón — hann sá Klöru hlaupa fram —
hann sá þenna unga mann halla höfði sínu
í kjöltu hennar, meðan hún hélt honum hálf-
uppréttum — mátti hann trúa sínum eigin aug-
unt? gat það verið, að þetta væri unnusta hans?
Jú, þarna sat hún og hallaði upp að sér ung-
um og fallegum manni, — og það víkingi —hún
fór þarna inn í barnt hans, og sat þarna yfir
honum rneð angist og kvíða; og var að reyna
að kalla hann til Iífsins aftur. Eðvarð þoldi
ekki að horfa lengur á þetta, hann hélt hönd
fyrir augu, og æpti með þrumandi röddu, ut-
an við sig af afbrýði:
«Herðið ykkur, piltar, f guðanna bænum
herðið ykkur.»
Báturinn var tæpast 10 áratog frá landi;
Klara hafði í grandleysi tekið böggulinn, sem
Fransiskó geymdi í barmi sínum, en þá kom
Hawkhurst fram á bak við klappirnar, sem voru
á milli voganna. Fransiskó var búinn að ná
andanum, og þegar hann sá Hawkhurst koma
nær, spratt hann upp, og ætlaði að þrífa til
byssu sinnar; en áður en honum hepnaðistað
ná í hana var Hawkhurst búinn að ná tökum
á honum, og urðu þegar úr því voðaleg áflog.
Pað hefði nú ekki Iiðið á löngu áður en Hawk-
hurst hefði þar borið hærra hlut, því að Hawk-
hurst var fílefldur kraftamaður; hafði hann kúg-
að Fransiskó flatan, og látið kné fylgja kviði,
og hafði snúið hálsklútnum svo um háls hon-
um, að hann var rétt kominn að köfnun. Klara
æpti og hljóðaði sem af tók og reyndi að bola
Hawkhurst frá honum. Fransiskó var farinn að
blána í andliti, og kominn vel á veg með að
hengjast; Klara æpti um náð og miskunsemi,
því að hún hafði enga krafta til að bjarga hon-
um; á meðan rann báturinn upp í fjöruna, og
Eðvarð stökk í land og réðist á Hawkhurst
eins og ólmasti tígur, slengdi honum flötum
aftur á bak, særði hann í úlnliðinn með sverði
sínu, svo að hann mátti til að sleppa heng-
ingartakinu á Fransiskó, og fór að hugsa um
að verja sjálfan sig.
«Takið hann, drengir* sagði Eðvarð og
og benti á Hawkhurst með vinstri hendi, en
á Fransiskó benti hann með sverði sínu og
sagði beisklega: sRessi maður er minn fangi.»
En Iivað svo sem hann hefir haft í huga, þá
kom hann því ekki fram, því að Klara þekti
hann þegar og hindraði hann. «Eðvarð, elsku
Eðvarð» æpti hún, fleygði sér í fang honum
og féll þegar í ómegin.
Hásetarnir, sem höfðu tekið Hawkhurst,
gláptu steinhissa á þessar aðfarir — Eðvarð
beið þess með talsvert blendnum tilfinningum