Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Side 10

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Side 10
226 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, eftir væru, ef nokkurir væru, hirða alt það sem fémætt fyndist í ræflinum af »Hefnaranum» og brenna hann síðan. Þessum skipunum var hlýtt með venjulegum hraða í sjóliðinu. Víkingarnir, og með þeim var Fransiskó talinn, voru lagðir í fjötra, bát- ar dregnir upp, og hálfri stundu síðar dró «Kómus» upp flagg sitt, og setti upp öll segl í hagstæðum byr; skyldi hann Eðvarð Temple- móre eftir við rifsendann með «Fyrirtækið» til þess að ljúka þeim störfum, er honum voru ætluð ; Klara var og eftir til að afmá allan grun og afbrýði úr huga ástmanns hennar. Seint og síðar. (Framh.) Ríkisráðið og Klemm komu ekki fyr en um klukkan tíu. Gamli trúnaðarþjónninn og dyra- vörðurinn var orðinn þreyttur af ferðalaginu, og ætlaði þegar að fara inn í herbergi sitt, en herra Formann bað hann þá að doka við fá- einar mínútur hjá sér. «Klemm, eg segi þér hreinskilnislega, að eg kvíði fyrir því að segja frú Neumann úr- slitin. Veistu ekki neitt gott ráð til að hugga hana?« »Herra ríkisráð, eg mundisegja henni hreint og beint, að það liti vel út með barnið og framtíð þess, og ef hún hefir móðurást til að bera, lætur hún huggast með það. Eg held að undanbrögð séu ekki til neins, og ef þér leyf- ið, þá skal eg koma öllu þessu í lag." Herra Formann gekk nokkra stund um gólf, hugsandi. «Nei, Klemm, það er bezt, að eg tali við hana sjálfur, og það þegar í stað. Það er rétt hjá þér, að það huggar hana, að barninu líð- ur vel. Biddu ekkjuna að koma hingað niður, því eg er alt of lúinn til þess að arka upp fjóra stiga.» Dyravörðurinn fór og kom aftur með frú Neumann eftir tæpar fimm mínútur. Hún var rólegri og stillilegri en herra Formann hafði búist við. «Herra ríkisráð, Eðmund minn hefir þá orðið eftir í Magdeborg.» «Er Klemm búinn að segja yður frá því. Já. drengurinn kom sér svo vel við afa sinn, að óhætt er að segja, að hann verði gæfu- maður. Móðirin getur enga göfugri ósk bor- ið í brjósti, en að sjá stofnað til gæfu barns síns. Setjið þér yður niður, frú Neumann, og grátið ekki, því að eg held að það sé miklu fremur ástæða til að gleðjast.» Ekkjan settist þegjandi og spenti greipar í í kjöltu sér. »Eg hefi farið að með brögðum,» sagði herra Formann, »en eg held það verði ekki reiknað mér til syndar. Um sættir var ekki að tala, og þér verðið að sætta yður enn við hatur tengdaföður yðar.» Frú Neumann fór að ókyrrast. »Pau vita þá ekki að Eðmund er sonur minn?» Ríkisráðið hristi höfuðið. «F*au vita það ekki. og fá aldrei að vita það. Eg verð nú að heimta af yður hátíðlegt loforð um, að þér segið engum frá því, að drengurinn, sent er hjá Neumann verksmiðju- eiganda í Mágdeborg, sé sonur yðar. Ef þar getið ekki lofað því, gef eg málið alveg frá mér.» «En má móðir Iáta barn sitt frá sér fara á þennan hátt ?» «Rað var ekki hægt að neyða vin minn til þess að rækja skylduna við sonarson sinn, þvert á móti vilja sínum. Eg held að ntaðurinn yð- ar sálugi hefði selt son sinn föður sfnum, ef hann hefði mælst til þess; þér gerið því að vilja manns yðar, ef þér hjálpið mér til þess. Sá tími mun koma að mér verður ekki láð þetta. Rað væri Iíka ranglátt, ef afi hans svipti hann arfi. Yður verður auðvitað þungbært að skilja við barnið. Pað þarf mikla stillingu til þess, að mæta barni sínu og mega ekki svo núkið sem heilsa því. Hugsið þér nú um alt málið,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.