Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Qupperneq 12
228
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
af snoturri íbúð hérna í grendinni, og þangað
verðið þér að flytja innan tveggja stunda. Far-
ið þér nú að Iáta niður, eg kem svo aftur inn-
an stundar með vagn og flutningsmenn, og þá
gengur það alt í flugaferðinni. Húsbóndinn
ætlar að strika út það, sem eftir er ógoldið af
leigunni.»
Ekkjan tók í hönd Klemm með þakklæti.
«Hvað ætli hefði orðið um mig, ef þess-
ir góðu menn hefðu ekki tekið mig að sér?«
«Ekkert er svo ilt að það geti ekki verið
verra,» hélt Klemm áfram; en nú er um að
gera, að búa uin húsgögnin, flytja dótið —eg
kem innan stundar aftur.»
Hann stökk út í skyndi og ekkjan fór þeg-
ar að búa um dót sitt.
Þetta starf! Hvert sem hún leit, á hverju
sem hún snerti, varð það til þess að minna
hana á eiginmann sinn og barnið. Hvernig, sem
hún barðist í móti, vanmegnaðist hún samt
um síðir af sorginni og hneig grátandi niður
í miðjum byngnum, er hún var að laga.
Ætli auðmaðurinn í Magdeborg hefði kent
í brjósti um einstæðinginn, ekkju sonar síns,
ef hann hefði séð hana liggja þarna yfirkomna
af harmi? Varla! Að líkindum hefði honum
fundist henni þetta mátulegt og skoðað þján-
ingar hennar eins og refsingu af himnum
ofan.
Svona stóð nú á, þegar Klemm kom aftur
með tvo sterka menn, sem áttu að bera fjár-
muni ekkjunnar út í vagninn.
Ekkjan blygðaðist sín fyrir, að láta menn
þessa sjá að hún bæri sig illa, þurkaði af sér
tárin, og bar sig vel úr því. Verkamennirnir
tóku dótið og báru það út. Ekkjan horfði þög-
ul á þá á meðan.
Klemm sagði mönnunum fyrir um flutn-
inginn, tók leigusamninginn upp úr vasa sín-
nm og rétti frú Neumann hann.
»Viljið þér gera svo vel og skrifa und-
ir samninginn? Jeg skal koma honum í lag
og þér þurfið ekki að hafa neina áhyggju út
af honum».
Ekkjan skrifaði nafn sitt undir leigusamning
þenna, sem hún hafði aldrei lesið. «Herra
Klemm, mér þætti vænt um, ef þér vilduð sjá
um flutninginn héðan úr stofunni, svo að eg
gæti þakkað ríkisráðinu fy-ir, áður en eg fer
héðan.»
«Húsbóndinn er einmitt að borða morguu-
verð núna, og þá er hann í bezta skapi.«
Svo fór ekkjan út úr herberginu, þar sem
hún hafði þolað svo margt mótdrægt og felt
margt tár, og kom þar aldrei framar. Hún
mætti nýju leigjendunum í stiganum. Fölur
maður og föl kona gengu þegjandi fram hjá
henni; að Iíkindum vonuðu þau að þar mundi
þeim líða betur, en þar, sem þau bjuggu áð-
ur. Rau væntu þess um stofuna þar, sem gólf-
fjalirnar voru enn þá votar af tárum ekkjunn-
ar grátþrungnu.
Hún gekk þegjandi niður fjóra stiga í bak-
hýsinu. Engar dyr voru þar opnar og ekkert
vinarandlit heilsaði henni. Þeir eru ekki svo
nærgætnir, nábúarnir í bakhýsunum i Berlínar-
borg.
Hún hringdi bjöllunni hjá húsbóndanum
með hálfum huga. Stofustúlkan opnaði og leiddi
hana inn í herbergi ríkisráðsins.
«Eg er nú að fara, og kom til þess að
að þakka yður fyrir» byrjaði hún vandræðalega.
»Frú Neumann, gerið migekki feiminn með
öllu þessu þakklæti,« svaraði hann brosandi.
»Rað er annars ágætt, að eg gat talað viðyð-
ur, Eg fékk í dag dálítið óljóst spjaldbréf frá
Magdeborg, en eg þykist samt ráða af því
að tengdafaðir yðar ætli að heimsækja mig í
dag. Mér virðist eitthvað skrítið við þessa
heimsókn, því að eg er hræddur um, að tengda-
faðir yðar hafi Iíka ætlað að heimsækja yður.
Hver veit nema honum detti alt í einu í hug
að sjá sonarson sinn?»
»Eftir því sem eg þekki tengdaföður minn,»
svaraði frú Neumann, »þá er engin hætta á
því.«
»Eg get ekki reitt mig á það. En verði
það sem verða vill, í dag og á morgun megið
þér ekki tala við tengdaföður yðar.«
«Eg vildi síður hleypa honum inn fyrir